614. fundur 16. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:17 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2023

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2023

Málsnúmer 2302010Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2023.

Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,2% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2024 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við skólamat.

Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

4.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir styrkveitingar til Fellaskjóls síðustu ár.

Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun áranna 2025-2027.

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2024-2027. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

6.Sorpmál - breytingar 2023

Málsnúmer 2212021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að útboðsgögnum.



Í gögnunum felast helstu ákvarðanir sem rædd voru á kynningarfundi með bæjarfulltrúum í síðustu viku, s.s. um tunnufjölda, fyrirkomulag og tíðni sorphirðu ofl.

Til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn í næstu viku.

7.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmdaverkefna.

Bæjarstjóri sagði frá verkefnastöðu helstu framkvæmdaverkefna.

8.Deiliskipulag Ölkeldudals og lóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Til umræðu, úthlutun lóða sem unnar voru með breytingu á DSK Ölkeldudals og framkvæmdir þeim samhliða.

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðir til úthlutunar sem unnar voru með breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals. Um er að ræða lóðirnar Hrannarstígur 42-54, sem verði úthlutað í einu lagi.

Grundarfjarðarbær mun annast framkvæmd akfæran göngustíg og hefur fengið tilboð í hönnun hans frá Landslagi ehf.

Einnig samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar lóðirnar nr. 39-45 við Ölkelduveg. Skilmálar deiliskipulags verði vandlega kynntir samhliða auglýsingu lóðanna, m.a. um færslu trjágróðurs, drenun lóða o.fl.

Í samræmi við grein 1.1. í samþykktum um úthlutun lóða í Grundarfirði er bæjarstjóra falið að auglýsa lóðirnar með 3-4ra vikna auglýsingafresti og m.t.t. fundartíma skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi - mæting: 08:30

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Óskað er eftir áhugasömum leik- og grunnskólum til þátttöku í samstarfsverkefni um vinnuumhverfi

Málsnúmer 2311004Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. október sl., varðandi starfstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að sækja um þátttöku fyrir hönd bæjarins í samráði við skólastjórnendur.

Samþykkt samhljóða.

10.Innviðaráðuneytið - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2311003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), dags. 13. október sl., varðandi ársreikning 2022. Í bréfinu er gerð athugasemd við það að rekstrarniðurstaða A-hluta sé 2% undir viðmiði árið 2022. Öll önnur viðmið EFS eru innan marka.



Þess má geta að til ársins 2026 eru viðmið fjármálareglna sveitarstjórnarlaga "aftengd" sbr. lagabreytingu vegna áhrifa Covid-19.

11.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar frá vinnufundi starfshóps um Grundargötu 30 þann 20. júní sl.

Bæjarstjóri sagði frá stöðu framkvæmda að Grundargötu 30 og að starfshópur um Grundargötu 30 muni hittast á næstunni.

12.SSV - Vinnuhópur um velferðarmál

Málsnúmer 2311005Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV, dags. 30. október sl., varðandi vinnuhóp um velferðarmál. Jafnframt lagt fram erindisbréf vinnuhópsins.

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa tilnefnt Ingveldi Eyþórsdóttur hjá Félags og skólaþjónustu Snæfellinga sem sinn fulltrúa í hópinn.

13.EBÍ - Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ og fl. gögn

Málsnúmer 2311002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sem haldinn var 6. október sl., ásamt fleiri gögnum.

14.Samfés - Þátttökuskráning ungmennafulltrúa á Leiðtogafund ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25.nóvember 2023

Málsnúmer 2311009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samfés, dags. 19. október sl., varðandi þátttökuskráningu ungmennafulltrúa á Leiðtogafund ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25. nóvember nk. Einnig lögð fram önnur gögn.

15.Björgunarsveitin Klakkur - Ársuppgjör 2022

Málsnúmer 2311001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2022.

16.FEB - Ársyfirlit 2022-2023

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársyfirlit Félags eldri borgara í Grundarfirði vegna 2022-2023.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:17.