Málsnúmer 2310009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 254. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og tillögu að nýju deiliskipulagi, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðs gistiheimilis, tjaldsvæðis og aðstöðu fyrir ferðafólk á Grund 2 (L-196084). Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag verða unnin samhliða í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

    Jafnframt lagðir fram tveir skipulagsuppdrættir (merktir 1-15 og 1-13) sem sýna fyrirhugaða breytingu á Grund 2. Skipulagssvæðið er 55.793 m2 að flatarmáli, samsett úr 17.337 m2 lóð Grundar 2 og 38.456 m2 úr landi Grundar (L-136606). Fyrir liggur vottað samþykki eigenda Grundar.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 eru Grund og Grund 2 skilgreind sem landbúnaðarland. Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun skipulagssvæðisins úr landbúnaðarlandi í verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillagan er nánari útfærsla á því.

    Þann 30. september 2020 samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við bæjarstjórn að landeiganda yrði veitt heimild til að vinna skipulagstillögurnar. Afgreiðsla nefndarinnar var samþykkt í bæjarstjórn 8. október 2020.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Páli Harðarsyni, landeiganda, og Sveini Ívarssyni, arkitekt, þökkuð kynningin á fyrirhugaðri uppbyggingu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra skjalið í samræmi við umræður á fundinum.

    Jafnframt samþykkir nefndin að vinnslutillögur aðalskipulagsbreytingarinnar og nýs deiliskipulags sbr. framlagðan uppdrátt merktan 1-15, verði kynntar í kjölfar auglýsingar skipulagslýsingarinnar, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og að því gefnu að engar athugasemdir berist á auglýsingartíma skipulagslýsingarinnar.

    Berist engar athugasemdir við skipulagslýsinguna eða vinnslutillöguna, felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar til athugunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og nýs deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár.

    Í gildi er deiliskipulag frá 1999 en gerðar hafa verið nokkrar breytingar á því. Fyrirhuguð heildarendurskoðun á svæðinu felur í sér endurskoðun á fyrirkomulagi lóða, gatna og byggingarreita með það að markmiði að tryggja hagkvæma nýtingu á landi og auka framboð á hagkvæmum lóðum fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi og uppfæra skilmála m.a. til að tryggja góða umgengni á svæðinu. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag úr gildi.

    Í aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði (E3) verði breytt í iðnaðarsvæði og efnistaka skilgreind sem landmótun fyrir nýjar lóðir/byggingarland.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Elvars Þórs Alfreðssonar og Arons Freys Ragnarssonar, f.h. Ölfushús ehf., um afnot af u.þ.b. 5000 m2 reit við Hellnafell (L-136614),sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að minnsta kosti fimm ára.

    Á reitnum er fyrirhugað að koma þar fyrir 6-8 litlum færanlegum frístundahúsum/smáhýsum sem leigð verða út í skammtímaleigu. Aðkomuleið verði frá útsýnisplani vestan við Hellnafell og þaðan að bílaplani við húsin. Fráveita verður útfærð með hreinsistöð. Síðar, þegar frístundabyggð ofan bæjarins er tilbúin, verði frísundahúsin/smáhýsin flutt þangað, verði gert ráð fyrir slíkri/slíkum lóðum.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er umræddur reitur á svæði sem skilgreint er fyrir létta ferðaþjónustu og afþreyingarstarfsemi (AF-1). Í skipulagsskilmálum segir einnig að öll umgengni skuli vera til fyrirmyndar og snyrtilega gengið um svæðið, sem er mjög vel sýnilegt við innkomuna í þéttbýlið. Staðinn verði vörður um lífríki og landslag í fjörum og gönguleið meðfram strönd verði tryggð. Meta skuli umsóknir m.t.t. landnotkunar og nærliggjandi íbúðarhverfis.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Máli frestað.
    Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum um heimildir til ráðstöfunar lands á umræddu svæði.
  • 1. Deiliskipulag Framness - staða og næstu skref, en vinna er í fullum gangi.
    2. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis - staða og næstu skref.
    3. Önnur mál.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 254 Skipulagsfulltrúi fór yfir deiliskipulagsferlið með nefndinni. Fundað var með lóðarhöfum á Framnesi þar sem farið var yfir ferlið og þeirra framtíðarsýn. Í ljósi óska einstakra lóðarhafa var fundað aftur með Þorgrími Kolbeinssyni v. Nesvegur 21 og T.Ark arkitektum v. Sólvellir 17.