Málsnúmer 2311004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 110. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
  • Fram voru lagðar þrjár tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2023 frá íþróttafélögum.
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Farið var yfir tilnefningar og reglur sem um kjörið gilda.

    Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað, sem verður á gamlársdag.

    Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

    Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

  • Nefndin fór yfir reglur um kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar.
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Nefndin leggur til breytingar og sendir áfram til bæjarráðs/bæjarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðar reglur um kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Góðar umræður fóru fram um hvatagreiðslur.
    Nefndin telur að hvatapeningar geti virkað sem hvati fyrir börn til að stunda íþróttir.
    Nefndin telur einnig að með hvatagreiðslum geti það aukið fjölbreytileika á vali barna til íþrótta- og tómstundaiðkunar.
    Nefndin óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið til umræðu.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Góðar umræður fóru fram um göngu- og hjólreiðastíga í og við Grundarfjörð.

    Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna hvaða göngu- og hjólaleiðir eru kortlagðar í og við Grundarfjörð.

  • .5 2311030 Þríhyrningur
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 110 Nefndin leggur áherslu á að klára gerð og uppsetningu á sögu Þríhyrningsins.

    Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna stöðu á styrk sem fékkst til skiltagerðar og kanna með útfærslu og hönnun á skiltum. Einnig óskaði nefndin eftir því að það yrði haldið áfram að bæta við leiktækjum fyrir yngri börn, bæta við lýsingu í garðinn og ganga frá sviði, í samræmi við hugmyndavinnu um gerð/hönnun garðsins.