Málsnúmer 2311005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 614. fundur - 16.11.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV, dags. 30. október sl., varðandi vinnuhóp um velferðarmál. Jafnframt lagt fram erindisbréf vinnuhópsins.

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa tilnefnt Ingveldi Eyþórsdóttur hjá Félags og skólaþjónustu Snæfellinga sem sinn fulltrúa í hópinn.

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lagt fram til kynningar erindisbréf vinnuhóps um velferðarmál sem tekið hefur til starfa á vegum SSV. Hópurinn á að greina hvort tækifæri liggi í auknu samstarfi um velferðarmál hjá sveitarfélögunum á Vesturlandi. Áætlað er að hópurinn ljúki störfum í apríl 2024.Ingveldur Eyþórsdóttir er fulltrúi Snæfellsness í hópnum.