Málsnúmer 2312003

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 8. fundur - 04.12.2023

Tillaga hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu.Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2024.

Tekjur eru áætlaðar rúmlega 170 millj. kr.

Útgjöld eru áætluð rúmlega 85 millj. kr., með markaðsstarfi og afskriftum.

Gert er ráð fyrir rúmum 38 millj.kr. í rekstrarafgang, eftir afskriftir (fjármagnskostnaður er enginn).

Sett er fram áætlun um framkvæmdir í nokkrum liðum, til umræðu.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2024, en fyrirvari er um að rýna vel launaáætlun, sbr. umræður sem urðu á fundinum, auk þess sem framkvæmdir 2024 munu koma til nánari umræðu/ákvörðunar hafnarstjórnar á næsta fundi.

Hafnarstjórn vísar áætluninni, með framangreindum fyrirvörum, til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar vegna ársins 2024, sem samþykkt var af hálfu hafnarstjórnar á fundi þann 4. desember sl. (sjá lið 5 á fundinum). Áætlunin er hluti af fjárhagsáætlun bæjarins 2024, sbr. næsta dagskrárlið.