8. fundur 04. desember 2023 kl. 12:00 - 16:05 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir framlagt yfirlit um stöðu hafnarsjóðs í lok nóvember 2023, samanborið við fjárhagsáætlun 2023 og viðauka nr. 1 (breytingu) við fjárhagsáætlun, sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember sl.







Tekjur voru áætlaðar samtals 153 millj. kr. árið 2023 (hafnargjöld og þjónustugjöld) og mun höfnin standast þá áætlun og gott betur, en tekjur fyrstu ellefu mánuði ársins eru ríflega 12 millj. kr. yfir áætlun ársins.
Við gerð viðauka 1 við fjárhagsáætlun var tekjuáætlun hafnarinnar 2023 breytt og hún hækkuð í 182,4 millj.kr. Á móti er rekstrarkostnaður hafnarinnar einnig hærri, einkanlega launakostnaður, vegna aukinna umsvifa o.fl., og var sömuleiðis hækkaður í viðauka 1.

Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 60 millj. kr. fyrir árið 2023, með fyrirvara um uppgjör vegna framkvæmda. Að teknu tilliti til kostnaðarframlags Hafnabótasjóðs, þá er áætlun um nettó framkvæmdakostnað ársins 2023 lækkuð verulega.

Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með góða afkomu og færir hafnarstjóra þakkir.

2.Grundarfjarðarhöfn - Gjaldskrá 2024

Málsnúmer 2312002Vakta málsnúmer

Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2024.

Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu.
Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.
Fyrirvari er gerður á sorpgjaldi, sem gæti breyst í gjaldskrá síðar á árinu vegna breytinga í sorpmálum og vegna útboðs.
Lagt er til að tekið verði upp sérstakt gjald fyrir farþegaskip sem liggja við akkeri en nota flotbryggju, á þann veg að þau greiði 50% af bryggjugjaldi á mælieiningu.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Grundarfjarðarhöfn - Starfsmannamál 2024

Málsnúmer 2312006Vakta málsnúmer

Umræða um umfang starfseminnar og um fyrirkomulag í starfsmannahaldi 2024.



Hafnarstjóri sagði frá fyrirkomulagi við starfsmannahald á árinu sem nú er að líða.
Tekið var upp vaktakerfi sumarið 2022 og hefur það verið endurskoðað á árinu 2023.

Rætt um þörf fyrir afleysingar og viðbótarstarfsfólk á komandi ári og um mikilvægi þess að halda yfirvinnu í lágmarki, þó eðli starfseminnar kalli alltaf á slíkt.

Hafnarstjóra falið að leggja drög að mönnun og ráðningu í afleysingar á komandi ári.

4.Grundarfjarðarhöfn - Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Tillaga hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu.



Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2024.

Tekjur eru áætlaðar rúmlega 170 millj. kr.

Útgjöld eru áætluð rúmlega 85 millj. kr., með markaðsstarfi og afskriftum.

Gert er ráð fyrir rúmum 38 millj.kr. í rekstrarafgang, eftir afskriftir (fjármagnskostnaður er enginn).

Sett er fram áætlun um framkvæmdir í nokkrum liðum, til umræðu.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2024, en fyrirvari er um að rýna vel launaáætlun, sbr. umræður sem urðu á fundinum, auk þess sem framkvæmdir 2024 munu koma til nánari umræðu/ákvörðunar hafnarstjórnar á næsta fundi.

Hafnarstjórn vísar áætluninni, með framangreindum fyrirvörum, til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Hátíðarfélag Grundarfjarðar - Styrkumsókn

Málsnúmer 2310006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hátíðarfélags Grundarfjarðar til hafnarinnar með beiðni um rekstrarstyrk vegna hátíðarinnar til næstu þriggja ára.

Hafnarstjórn telur verkefnið ekki falla að eðli starfseminnar og skyldum hafnarsjóðs, og sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu fyrir norðurhluta hafnarsvæðis, með tilheyrandi breytingu á aðalskipulagi, sem og næstu skref.









Þann 24. nóvember sl. lauk athugasemdafresti vegna auglýsingar tillögu um nýtt deiliskipulag hafnarsvæðis, norðurhluta.
Nokkrar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og tvær athugasemdir íbúa/fyrirtækja.

Skipulagsfulltrúi hefur tekið saman yfirlit um innkomnar athugasemdir og verður það tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd á næstunni. Hafnarstjórn mun sömuleiðis fá gögnin til yfirferðar og umsagnar. Í framhaldinu afgreiðir bæjarstjórn málið.

Rætt um þörf og tímasetningar vegna áframhaldandi vinnu við að deiliskipuleggja hafnarsvæðið, til suðurs. Rætt um samhengi þess við deiliskipulagsgerð fyrir iðnaðarsvæðið við Kverná, ekki síst vegna hugmynda í deiliskipulagsvinnunni um breytingar á skipulagi námumála þar.

Nokkur umræða varð um lóðina Norðurgarður 6, einnig í samhengi við umræðu undir næsta dagskrárlið. Frekari umræðu frestað vegna nánari skoðunar.

7.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi 2021

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Í undirbúningi er veruleg stækkun iðnaðarsvæðisins vestan við Kverná, sbr. fundargerð síðasta fundar skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar, sbr. einnig auglýsingu á vef bæjarins um skipulagslýsingu: https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/auglysing-um-skipulag



Þar sem svæðið er nátengt atvinnuupbyggingu og hafnarstarfsemi, vill hafnarstjórn fylgjast með þessari vinnu.



Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Alta, var gestur fundarins undir þessum lið.



Halldóra fór yfir stöðuna og ferlið framundan í vinnu við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár.
Ennfremur var rætt um breytingar á legu gatna, einkum Hjallatúns, vegtengingar á svæðinu og um efnistökusvæðið (námuna) í Lambakróarholti.

Iðnaðarsvæðið er höfninni mjög mikilvægt. Annars vegar er það vegna þess að efnistaka fer þar fram, fyrir hafnargerð, uppbyggingu lóða og tilheyrandi framkvæmdir, en auk þess er þörf fyrir efnistöku úr sjó til slíkra framkvæmda. Hins vegar er það vegna þess að hafnarsvæði og iðnaðarsvæði eru nátengd, og uppbyggingu lóða á báðum svæðum þarf að hugsa í samhengi.

Af þessum sökum er æskilegt að skipulag og framkvæmdir á svæðunum haldist í hendur. Hafnarstjórn óskar eftir að fá að fylgjast náið með skipulagsvinnunni á iðnaðarsvæðinu við Kverná, m.t.t. hagsmuna hafnarinnar.

Halldóru var þakkað fyrir upplýsingarnar og samtalið um skipulagsverkefnið.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta

8.Grundarfjarðarhöfn - Komur skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Lagt var fram uppfært skjal hafnarstjóra um komur skemmtiferðaskipa, fjölda skipa, tekjur og fleira.



Hafnarstjóri sagði frá skemmtiferðaskipakomum sumarsins og ræddi horfur til næstu ára.

Sl. sumar voru komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðarhafnar 62 talsins og skipin samtals rétt rúmlega 2,9 millj. brúttótonn að stærð.

Á næsta ári hafa verið bókaðar 75 skipakomur, nokkuð er enn um afbókanir og breytingar, og að skráningar séu að rokka til og frá. Sumarið 2025 hafa verið bókaðar 78 komur og sumarið 2026 er 21 koma bókuð.

Í gangi er samstarfsverkefni hafna og sveitarfélaga á Snæfellsnesi, með aðkomu SSV, um samtal við þjónustuaðila á svæðinu, íbúa og hagaðila vegna skemmtiferðaskipa á Snæfellsnesi. Verkefnið var unnið fyrri hluta þessa árs, en mun halda áfram.

9.Cruise Iceland - Afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa o.fl.

Málsnúmer 2312005Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri og bæjarstjóri sögðu frá samskiptum og ályktunum sem lúta að komum skemmtiferðaskipa, umræðum á vettvangi Cruise Iceland samtakanna o.fl.



Lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum, sem mun m.a. fela í sér breytingu á lögum um gistináttaskatt, sem skemmtiferðaskipum verður ætlað að greiða. Einnig um áform um afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa, sem ljóst er að getur haft áhrif til fækkunar á komum skemmtiferðaskipa í hringsiglingum til minni hafna á landsbyggðinni.

10.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2301025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands af 455. fundi, sem haldinn var 18. ágúst sl., 456. fundi sem haldinn var 19. september, 457. fundi sem haldinn var 19. október og af 458. fundi, sem haldinn var 17. nóvember 2023.



11.Hafnasamband Íslands - Samstarfsfundir Hafnasambands Íslands og Fiskistofu

Málsnúmer 2312001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf formanns stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 6. október 2023, um samstarfsfundi Hafnasambandsins og Fiskistofu.

12.Samtök ferðaþjónustunnar - Upptökur frá afmælisráðstefnu SAF - Samtaka í 25 ár!

Málsnúmer 2311022Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem vakin er athygli á að upptökur erinda og umræðna á 25 ára afmælisráðstefnu SAF séu nú aðgengilegar á vef samtakanna.



Bæjarstjóri tók þátt í pallborðsumræðum í málstofu um skemmtiferðaskip á þessum fundi.

13.Umhverfisstofnun - Ársfundur náttúruverndarnefnda - Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2309040Vakta málsnúmer

Lagðar fram til fróðleiks, upplýsingar um dagskrá ársfundar náttúruverndarnefnda, sem frestað var vegna óveðurs í október sl., en til stendur að halda í mars nk.

Bæjarstjóri verður með erindi á fundinum.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá hafnarstjórnarmönnum.

Fundi slitið - kl. 16:05.