Málsnúmer 2401027

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna á Sólvöllum og Eldhömrum í janúar sl. um dvalartíma og opnun.

Skólanefnd mun hafa fjalla um niðurstöðurnar á fundi sínum í febrúar og hafa hliðsjón af þeim, við ákvörðun um útfærslu á skóladagatali í samráði við skólastjórnendur.

Skólanefnd - 171. fundur - 13.02.2024

Þær Margrét Sif, Sigurborg Knarran og Hallfríður Guðný sitja fundinn áfram undir þessum lið. Auk þeirra Anna Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar, vegna leikskóladeildarinnar Eldhamra.Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra/forráðamanna barna á Leikskólanum Sólvöllum og leikskóladeildinni Eldhömrum, að beiðni skólanefndar.Niðurstöður könnunarinnar eru ekki afgerandi, en gefa þó vísbendingar um óskir foreldra/forráðamanna um lokanir sem skólanefnd mun hafa hliðsjón af, þegar skóladagatöl leikskólastigsins fyrir næsta skólaár koma til afgreiðslu nefndarinnar á næstu vikum.

Óskað hafði verið eftir að það yrði lokað hjá Sólvöllum og Eldhömrum þrjá daga í Dymbilviku, en skólanefnd hafði sett fyrirvara við það og vildi skoða aðra leið, a.m.k. árið 2024. Óskin er tilkomin til að unnt sé að vinna upp þörf fyrir styttingu vinnutíma, sem er veruleg áskorun fyrir leikskólastigið, eins og kynnt var í skýringartexta könnunarinnar.

Skólanefnd samþykkir að hafa "takmarkaða opnun" í Dymbilviku 2024, þ.e. dagana 25., 26. og 27. mars, þannig að leikskóladvöl standi til boða fyrir börn foreldra sem mesta þörf hafa.

Skólanefnd leggur til að skólagjöld lækki fyrir þá foreldra/forráðamenn sem ekki hafa börn sín í leikskóla/leikskóladeild þessa þrjá daga.

Gestir

  • Anna Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:30

Skólanefnd - 172. fundur - 07.03.2024

Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið, Margrét í fjarfundi.Skólastjóri leikskóla fór yfir framkvæmdina á takmarkaðri lokun í Dymbilviku, þ.e. dagana 25.-27. mars nk. í samræmi við umræður á síðasta fundi skólanefndar og tillögu leik- og grunnskólastjóranna.Í framhaldi af umræðum skólanefndar sendu Sólvellir og Eldhamrar bréf til foreldra og kynntu "takmarkaða opnun" í Dymbilvikunni, þ.e. dagana 25. til 27. mars nk.

Niðurstaðan er sú að 13-15 af um 50 börnum á Sólvöllum óska leikskóladvalar í Dymbilviku, og 4-5 börn af 11 börnum á Eldhömrum.

Sólvellir og Eldhamrar taka því á móti þessum börnum en um leið næst að vinna aðeins upp styttingar, sbr. tillögu leikskólastjóra og viðfangsefni könnunar meðal foreldra.

Foreldrum sem ekki nýta þessa daga verður veittur afsláttur leikskólagjalda.

Gestir

  • Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla
  • Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna