Málsnúmer 2402005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar er í fjarfundi og sömuleiðis Árni Geirsson ráðgjafi hjá Alta, sem er hafnarstjórn innan handar við rýni á helstu forsendum vegna vinnu við framtíðarsýn fyrir hafnarsvæðið.
    Hafnarstjórn - 10 Í framhaldi af vinnu hafnarstjórnar á síðasta fundi, þann 16. janúar sl., ræddi hafnarstjórn undirbúning að næsta áfanga í stækkun á landsvæði Grundarfjarðarhafnar.

    Farið var vel yfir nýtingu hafnar og hafnarsvæða, hópa viðskiptavina á hafnarsvæðunum og annað sem skiptir máli um framtíðarnýtingu núverandi hafnarsvæða og viðbótarsvæða í framtíðinni.

    Vinnan er hluti af greiningu á helstu forsendum og meginhugmyndum um fyrirkomulag sem gæti hentað fjölbreyttri hafnarstarfsemi.