Málsnúmer 2402006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 1 í fundargerð 5. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Liðir nr. 2 og 3 verða teknir til afgreiðslu á fundi skipulags- og umhverfisnefndar, eins og byggingarfulltrúi leggur til, og eru því ekki hér til staðfestingar að sinni.
  • Á 255.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekin fyrir umsókn landeiganda að Árbrekku ( L-220580 ) í landi Hamra (L-136613) um 60-65m2 byggingu bílskúrs með íbúðarherbergi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og að byggingin verði skráð sem bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511). Byggingin er í tengslum við núverandi íbúðarhús í Árbrekku. Nefndin felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5 Umsóknin fellur undir umfangsflokk 1.skv.gr.1.3.2 í byggingarreglugerð.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð.
  • Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir 5 sumarhúsum í landi Innri-Látravíkur samkvæmt uppdráttum frá W7. Hvert hús er tæpir 37m2 að stærð. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5 Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir ca 30m2 viðbyggingu á einbýlishúsi samkvæmt uppdráttum frá W7. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5 Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.