Málsnúmer 2402015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 617. fundur - 28.02.2024

Lagt fram til kynningar tölvubréf Óbyggðanefndar frá 12. febrúar sl.



Þar er lýst þjóðlendukröfum fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins á svæði 12, sem eru eyjar og sker innan landhelgi Íslands en utan meginlandsins, að undanskildum nokkrum tilgreindum eyjum.



Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og skal kröfum lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna mun óbyggðanefnd úrskurða um framkomnar kröfur.



Bæjarstjóri tók þátt í fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til, sl. mánudag 26. febrúar, að beiðni sveitarfélaga sem kröfugerð nær til.



Lagt til að umboð verði veitt til bæjarstjóra að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um erindi til fjármálaráðherra um kröfugerðina.



Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um viðbrögð/kröfugerð sveitarfélaga vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.