Málsnúmer 2404003

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 284. fundur - 11.04.2024

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 22. mars 2024 um umsögn við umsókn Thies ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, að Búlandshöfða.Ekki liggja fyrir umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.
Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að afgreiða málið þegar úttektir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 620. fundur - 26.04.2024

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 22. mars 2024 um umsögn við umsókn Thies ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II-C minna gistiheimili að Búlandshöfða, undir heitinu Búlandshöfði.Á fundi sínum þann 11. apríl sl. fól bæjarstjórn bæjarráði umboð til að afgreiða þetta mál, eftir að byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri hefðu veitt sínar umsagnir. Nú liggja þær umsagnir fyrir og hafa verið sendar sýslumanni.Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.