620. fundur 26. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:20 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
    Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu framkvæmdir sem eru í gangi og undirbúningi.

1. Gangstéttir á Hrannarstíg

Thijs Kreukels fór yfir rýni sína á götum/gangstétt á Hrannarstíg og Sif H. Pálsdóttir yfir hönnun á Hrannarstíg, en gengið var frá hönnun hans á síðasta ári.
Rætt um frágang og ýmis atriði sem snerta aukið umferðaröryggi og stefnu aðalskipulags um að neðri hluti Hrannarstígs verði gönguvæn gata.

Samþykkt að gögn vegna gangstétta frá bílaþvottaplani/leikskólalóð og niður að Hrannarstíg verði útbúin til verðkönnunar (vestanmegin í götunni). Frágangur við Hrannarstíg 3 og 5 verði skoðaður nánar.

Fram fari samtal við húseigendur á svæðinu.

Frágangur við innkomu að lóð Samkaupa verði ræddur við lóðarhafa, en fyrir liggur deiliskipulag sem lóðarhafar unnu fyrir lóð verslunarinnar á sínum tíma.

2. Kjallari íþróttahúss - tillaga

Bæjarstjóri sagði frá breytingum innanhúss í kjallara íþróttahúss, sem miða að því að nýta sem best fjármagn sem ætlað var í tengslum við orkuskipti og nýtingu hluta hússins til þess. Sigurbjartur Loftsson er bænum til ráðgjafar um frágang og fyrirkomulag í rýminu.

3. Kirkjufellsfoss - staða framkvæmda

Bæjarstjóri sagði frá undirbúningsvinnu við frágang og framkvæmdir við Kirkjufellsfoss. Ætlunin er að setja í útboð/verðkönnun stíga og palla austanmegin við fossinn, skv. hönnun Landslags á svæðinu. Framkvæmdir fari aðallega fram í haust. Einnig er í gangi samtal við Sanna landvætti, um frágang á svæðinu.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi - mæting: 08:35
  • Thijs Kreukels samgöngusérfræðingur hjá VSB - mæting: 08:35
  • Sif Hjaltdal Pálsdóttir landslagsarkitekt hjá Landslagi - mæting: 08:35

2.Lausafjárstaða 2024

Málsnúmer 2401026Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

3.Greitt útsvar 2024

Málsnúmer 2402013Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-mars 2024.
Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,1% miðað við sama tímabil í fyrra.

4.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá 39. fundi menningarnefndar, um viðbótarlið í gjaldskrá fyrir Sögumiðstöð, sbr. tölvupóst forstöðumanns bókasafns og menningarmála 26. apríl 2024.Nefndin leggur til að í Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar, verði bætt lið fyrir útleigu vegna sýningahalds á sýningarvegg í Sögumiðstöð: 10.000 kr. fyrir 2 vikur.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekinn verði nýr liður inn í Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar, vegna Grundargötu 35, og verði til að byrja með 10.000 kr. fyrir sýningahald í sal m.v. 2 vikur.

5.Íbúðir við Hrannarstíg 18 og 28-40

Málsnúmer 2201007Vakta málsnúmer

Deloitte hefur unnið úttekt fyrir bæjarstjórn og borið saman fjárhagsstöðu íbúða eldri borgara, að Hrannarstíg 18 og 28-40, við íbúðir í Snæfellsbæ og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Bæjarráð hefur áður haft málið til skoðunar, þar sem tap hefur verið á rekstri íbúðanna.Marinó Mortensen hjá Deloitte var gestur fundarins undir þessum lið og fór hann yfir framlagða samantekt.Bæjarráð fór yfir fyrirliggjandi niðurstöður og þau úrræði sem fyrir hendi eru til að mæta tapi sem verið hefur á rekstrinum.

Bæjarráð leggur til annars vegar að leiga í íbúðunum verði hækkuð og að höfð verði hliðsjón af leigufjárhæðum í samanburðarsveitarfélögunum. Leigufjárhæð miðist við um 1980 kr. pr. m2. Hækkun fari fram í 3-4 skrefum á ca. einu ári.

Ennfremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að það svigrúm sem nú skapast, með lausri íbúð, og einnig í ljósi þess að bærinn á 15 íbúðir sem nýttar eru í þessu skyni, þá verði tækifærið nýtt og ein íbúð verði seld. Bæjarstjóra/skrifstofustjóra verði falið að afla verðmats íbúðar hjá fasteignasala.

Framangreind tillaga til bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.


6.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um húsnæðisáætlun 2024.Bæjarráð hefur umboð bæjarstjórnar til að afgreiða húsnæðisáætlunina.

Húsnæðisáætlun Grundarfjarðarbæjar 2024 er samþykkt.

7.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarb.rek.G.II-Búlandshöfði, Búlandshöfða, Eyrarsveit, Grundarfjörður-2024024072

Málsnúmer 2404003Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 22. mars 2024 um umsögn við umsókn Thies ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II-C minna gistiheimili að Búlandshöfða, undir heitinu Búlandshöfði.Á fundi sínum þann 11. apríl sl. fól bæjarstjórn bæjarráði umboð til að afgreiða þetta mál, eftir að byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri hefðu veitt sínar umsagnir. Nú liggja þær umsagnir fyrir og hafa verið sendar sýslumanni.Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.

8.UMÍS - Vöktunarskýrsla vegna aflagðs urðunarstaðar í Kolgrafafirði

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Lögð fram vöktunarskýrsla dags. 29. febrúar 2024, unnin árið 2023 af Stefáni Gíslasyni hjá UMÍS fyrir Grundarfjarðarbæ, vegna aflagðs urðunarstaðar í landi Hrafnkelsstaða í Kolgrafafirði. Skýrslan hefur verið send Umhverfisstofnun í samræmi við lokunaráætlun.9.Umhverfisvottun Snæfellsness - Úttektarskýrsla

Málsnúmer 2403023Vakta málsnúmer

Lögð fram úttektarskýrsla sem unnin er af Vottunarstofunni Tún ehf. eftir eftirlitsheimsókn vegna Earth Check vottunar, sem fram fór þann 7. febrúar sl.

10.EBÍ - Til aðildarsveitarfélaga EBÍ - Styrktarsjóður EBÍ - umsóknarfrestur

Málsnúmer 2404004Vakta málsnúmer

Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dags. 24. apríl 2024, um umsóknarfrest í Styrktarsjóð EBÍ sem hefur verið framlengdur til 7. maí nk.Lokið var við fundargerð í kjölfar fundar og rafræns samþykkis aflað frá bæjarráðsfulltrúum.

Fundi slitið - kl. 11:20.