Málsnúmer 2409027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Lögð fram fyrirspurn frá eigendum Sólbakka um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar B.



Í gildandi deiliskipulagi er á lóð B gert ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 50 m2 smáhýsi og hesthúsi, á þremur byggingarreitum.



Eftir breytingu yrðu á lóð B íbúðarhús og tvö 30 m2 smáhýsi/útleiguhús.

Fyrirspurn lýtur einnig að því að breyta þremur byggingarreitum í einn sameiginlegan.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem hún rúmast innan almennra ákvæða aðalskipulags um byggingar á jörðum í dreifbýli, og að samkvæmt henni er dregið úr byggingarmagni á lóðinni.

Því muni að líkindum fara um þessa breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þegar nýr skipulagsuppdráttur hefur borist, með framangreindri breytingu, fari því fram grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 267. fundur - 03.04.2025

Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir Sólbakka B í landi Háls.



Fyrirspurn landeigenda var áður til umræðu á 261. fundi nefndarinnar í október 2024 og var það niðurstaða nefndarinnar þá að líklega væri um að ræða óverulega breytingu sem færi í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Í kjölfarið funduðu fyrirspyrjendur með skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa. Landeigendur hafa nú lagt fram drög að breytingartillögu á deiliskipulaginu.



Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir landeigendum að Mýrum og Hálsi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar frágengin deiliskipulagstillaga liggur fyrir.

Kynningartími er fjórar vikur. Nefndin vísar til þess að heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef samykki/áritun á skipulagsuppdrátt hefur borist frá þeim sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að annast frágang málsins í samræmi við þetta.