Hafnarstjóri lagði fram til skoðunar og umræðu teikningar (vinnuskjöl) að viðbyggingu við hafnarhúsið, sem hafnarstjórn ræddi á síðasta fundi sínum í tengslum við fjárfestingar ársins 2025.
Stækkun hússins er á hugmyndastigi en væri aðallega hugsuð til að mæta þörfum fyrir aukna þjónustu á hafnarsvæðinu vegna móttöku skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjórn mun taka saman helstu forsendur fyrir stækkuninni (þarfagreiningu), sem lið í undirbúningsvinnu. Samþykkt samhljóða.
Til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi.