Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer
Deiliskipulagsvinna fyrir suðurhluta hafnarsvæðis er í vinnslu. Gert er ráð fyrir landfyllingu, ca. 5 hektara svæði, í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Í þessari vinnu er gert ráð fyrir 100 metra viðlegukanti nyrst á svæðinu, en með þeim áformum er jafnframt gert ráð fyrir að falla frá lengingu Miðgarðs. Ennfremur gert ráð fyrir vegi eftir landfyllingunni, sem tengir hafnarsvæði (norður) við þjóðveginn austan við þéttbýlið.
Samhliða fer fram undirbúningsvinna vegna leyfisumsóknar um efnistöku af hafsbotni.