Málsnúmer 2501003

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 294. fundur - 16.01.2025

Lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 3. janúar 2025, þar sem bæjarstjórn er send til umsagnar úttekt HMS á Slökkviliði Grundarfjarðar, sem fram fór í september 2024.



Óskað er eftir svörum bæjarstjórnar um viðbrögð við athugasemdum og um tímasetningu úrbóta.



Athugasemdir slökkviliðsstjóra við úttektina liggja einnig fyrir.

Til stendur að fara yfir brunavarnamál í bæjarráði og fá slökkviliðsstjóra inná fund bæjarráðs.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að svara HMS, í framhaldi af umfjöllun þess um úttektina.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Lögð fram úttekt HMS á Slökkviliði Grundarfjarðar, gerð í september 2024, send bæjarstjórn með bréfi dags. 3. janúar 2025, þar sem óskað er svara eða viðbragða bæjarstjórnar. Einnig svör/viðbrögð slökkviliðsstjóra, sem lágu fyrir á fundi bæjarstjórnar 16. janúar sl.



Bæjarstjórn vísaði málinu til skoðunar/umræðu í bæjarráði.



Lögð fram drög bæjarstjóra að svörum bæjarráðs vegna þeirra atriða sem HMS gerir athugasemdir við.

Bæjarráð samþykkir drög að svörum til HMS, að viðbættum frekari upplýsingum sem bæjarráð óskar eftir frá slökkviliðsstjóra.