Málsnúmer 2501015

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 294. fundur - 16.01.2025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Vegagerðinni, dags. 6. jan. sl., varðandi kynningarfund um niðurstöður á endurhönnun leiðakerfis landsbyggðarstrætós, sem haldinn verður 22. jan. nk.

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Á fundi Vegagerðarinnar 22. janúar sl. voru kynntar fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi „landsbyggðarstrætós“ fyrir sveitarfélögum á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra. Unnið hefur verið að breytingum á almenningssamgöngum og leiðakerfi Strætó um þó nokkurt skeið og m.a. var skólaakstur FSN samþættur við þetta leiðakerfi.



Nú hefur Vegagerðin unnið úr öllum gögnum og kynnti, sem fyrr segir, niðurstöðurnar, sem nú eru á leið í útboð.

Einnig lagt fram bréf sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dagsett í dag, sem er umsögn um tillögu Vegagerðarinnar að nýju leiðakerfi.

Bæjarráð tekur undir efni bréfsins.