Bæjarráð tók fyrir framlagt erindi 31. janúar sl. og óskaði umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulagsfulltrúi óskaði eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda og eru viðbótargögnin einnig lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í að tímabundið sé sett upp afþreying á miðbæjarreitnum (sumar 2025).
Óskað var eftir frekari upplýsingum og spurningar komu fram um staðsetningu og hönnun lausrar öryggisgirðingar sem tilgreind er í umsókn. Einnig hvort skoða mætti breytta staðsetningu afþreyingar á reitnum sjálfum.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við fulltrúa umsækjanda vegna nánari útfærslu og falið umboð til að afgreiða ósk um afnot/stöðuleyfi.
Hér tók Ágústa aftur sæti á fundinum.