Málsnúmer 2502002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 265. fundur - 05.02.2025

RARIK hefur sótt um leyfi til forsætisráðuneytisins til að leggja jarðstreng um þjóðlenduna í Eyrarbotni.



Forsætisráðuneytið óskar eftir umsögn Grundarfjarðarbæjar, í samræmi við lög um þjóðlendur.

Erindið er lagt fyrir til umsagnar hjá nefndinni.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagningu jarðstrengs gegnum þjóðlenduna í Eyrarbotni og að veitt verði jákvæð umsögn á grunni framlagðra gagna.

Bæjarstjórn - 296. fundur - 13.03.2025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Forsætisráðuneytisins, dags. 5. mars sl., vegna erindis RARIK um lagningu jarðstrengs um þjóðlenduna á Eyrarbotni, Kolgrafafirði.



Bæjarstjórn hafði áður veitt umsögn um erindið, þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða lagningu jarðstrengs. Forsætisráðuneytið hefur samþykkt fyrirhugaða framkvæmd.