Málsnúmer 2502019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 266. fundur - 05.03.2025

Borist hefur erindi frá Landsneti þar sem vakin er athygli á verk- og matslýsingu vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034, og eru sveitarfélög hvött til þess að upplýsa um stöðu á aðalskipulagi og fyrirhugaða landnotkun sem getur haft áhrif á mótun kerfisáætlunar.



Lýsingin er í kynningu til 7. mars.

Í kjölfarið á verk- og matslýsingunni má búast við að kerfisáætlunin sjálf og mat á umhverfisáhrifum komi í kynningu fyrir páska, sbr. tölvupóst frá 20. febrúar sl.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsfulltrúa falið að yfirfara verk- og matslýsinguna og senda inn umsögn ef tilefni þykir á þessu stigi málsins.

Bæjarráð - 637. fundur - 28.05.2025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Landsnets um kerfisáætlun Landsnets 2025-2034, ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfismatsskýrslu, og um kynningarfundi sem haldnir voru í apríl-maí.



Kerfisáætlunin er nú í opnu umsagnarferli og má skila inn athugasemdum við áætlunina til 31. maí nk.

Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um umsögn um kerfisáætlun.