Málsnúmer 2503011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 267. fundur - 03.04.2025

Lögð fram fyrirspurn frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar um afstöðu sveitarfélagsins til birkiskógræktar í landi Hallbjarnareyrar. Að sögn Skógræktarfélags Eyrarsveitar hefur landeigandinn, sem er ríkissjóður, óskað eftir afstöðu bæði sveitarfélagsins og leigjenda jarðarinnar.

Signý víkur af fundi undir þessum lið.

Ekki er unnt að taka afstöðu til tillögunnar á þessum tímapunkti m.v. framlagðar upplýsingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur þörf á frekari upplýsingum og felur skipulagsfulltrúa að ræða við formann Skógræktarfélags Eyrarsveitar.

Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 270. fundur - 20.08.2025

Á 267. fundi nefndarinnar þann 3. apríl sl. var tekin fyrir fyrirspurn frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar vegna hugmynda um birkiskógrækt í landi Hallbjarnareyrar. Landeigandi er ríkissjóður. Var skipulagsfulltrúa falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.



Signý vék af fundi undir þessum dagskrárlið.





Skipulagsfulltrúi lagði fram minnispunkta um það sem fram hefur komið á fundi sem hann átti með fulltrúum Fjársýslunnar/Ríkiseigna, sem fer með málefni ríkisjarða, og í frekari samskiptum við Skógræktarfélag Eyrarsveitar.

Með vísan í framlagða minnispunkta er erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.