Lögð fram fyrirspurn frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar um afstöðu sveitarfélagsins til birkiskógræktar í landi Hallbjarnareyrar. Að sögn Skógræktarfélags Eyrarsveitar hefur landeigandinn, sem er ríkissjóður, óskað eftir afstöðu bæði sveitarfélagsins og leigjenda jarðarinnar.
Ekki er unnt að taka afstöðu til tillögunnar á þessum tímapunkti m.v. framlagðar upplýsingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur þörf á frekari upplýsingum og felur skipulagsfulltrúa að ræða við formann Skógræktarfélags Eyrarsveitar.
Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.