Málsnúmer 2503011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 267. fundur - 03.04.2025

Lögð fram fyrirspurn frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar um afstöðu sveitarfélagsins til birkiskógræktar í landi Hallbjarnareyrar. Að sögn Skógræktarfélags Eyrarsveitar hefur landeigandinn, sem er ríkissjóður, óskað eftir afstöðu bæði sveitarfélagsins og leigjenda jarðarinnar.

Signý víkur af fundi undir þessum lið.

Ekki er unnt að taka afstöðu til tillögunnar á þessum tímapunkti m.v. framlagðar upplýsingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur þörf á frekari upplýsingum og felur skipulagsfulltrúa að ræða við formann Skógræktarfélags Eyrarsveitar.

Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.