649. fundur 18. desember 2025 kl. 14:30 - 15:41 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Greitt útsvar 2025

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2025.

Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,1% miðað við sama tímabil í fyrra.

2.Úttekt SSV á tekjum og fjárhagsþáttum Grundarfjarðarbæjar - fyrirspurn til Skattsins

Málsnúmer 1810022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fyrir bæjarráði samskipti bæjarstjóra við Skattinn, í framhaldi af beiðni Grundarfjarðarbæjar til Skattsins í júní sl., sem ekki hefur enn verið svarað.

Um er að ræða ósk um upplýsingar, sem nýttar verða í greiningu á útsvarstekjum bæjarins, sem SSV - Vífill Karlsson - hefur unnið að fyrir bæinn.



Einnig lagt fram erindi bæjarstjóra til fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þá stöðu að Skatturinn svari ekki erindi bæjarins sem varðar möguleika sveitarfélaga á að greina útsvarstekjur sínar með réttmætum hætti.



Svar barst 9. desember sl. um að erindinu yrði svarað með gögnum í þessari viku.

3.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðauki 4

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vísaði því til bæjarráðs að afgreiða viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2025.

Lögð fram tillaga að fjórða viðauka við fjárhagsáætlun A- og B-hluta bæjarsjóðs fyrir árið 2025.
Helstu breytingar felast í hækkun fjárfestinga á B-hluta og tilfærslu milli A- og B-hluta. Hækkun fjárfestinga nemur 20,2 millj. kr. og tekjur hafnar eru hækkaðar á móti um 16 millj. kr.

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2025 samþykktur samhljóða.

4.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2025

Málsnúmer 2503006Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti 20 millj. kr. lántöku í september sl. í viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarráðsfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 20.000.000.- á árinu 2025, til viðbótar við fyrri samþykkta lántöku, með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að standa straum af afborgunum lána og nauðsynlegum framkvæmdum, einkum vegna fjárfestinga á höfn en verkefnið hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli eða tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

5.Skólahreysti - Ósk um styrk

Málsnúmer 2512008Vakta málsnúmer

Skv. ákvörðun bæjarstjórnar á fundi 11. desember sl. var þessu erindi vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

6.Skógræktarfélag Eyrarsveitar - Fornir birkiskógar Hallbjarnareyri

Málsnúmer 2503011Vakta málsnúmer

Erindi Skógræktarfélagsins snýst um að rækta upp birkiskóg á svæði í landi Hallbjarnareyrar. Það land er í eigu ríkisins og hefur verið í landbúnaðarnotum. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um málið. Skipulagsfulltrúa var falið að ræða við fagaðila. Fundað var með Fjársýslu - ríkiseignum (FSRE) síðastliðið sumar. Fram kom hjá FSRE að unnt væri að taka land undir þessi not og minnka þar með landbúnaðarland, gera þyrfti sérstakan langtímasamning um það og auk þess þyrfti að girða svæðið af.

Skipulagsfulltrúi leitaði afstöðu Skógræktarfélagsins um þetta.

Í ljósi framangreindra upplýsinga telur bæjarráð ekki tímabært að efna til samningsviðræðna við ríkið um land í þessu skyni.

Bæjarráð leggur áherslu á gott samstarf við Skógræktarfélagið um uppbyggingu á þeim svæðum sem þegar eru undir í skógrækt á vegum félagsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Blágrænar ofanvatnslausnir í Grundarfirði

Málsnúmer 2102021Vakta málsnúmer

Af hálfu Grundarfjarðarbæjar var sótt um styrk til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins vegna fráveituframkvæmda. Svar hefur borist um að styrkbeiðnin hafi verið samþykkt um allt að 30% kostnaðarþátttöku ráðuneytisins fyrir árin 2025 og 2026. Styrkurinn nær til framkvæmda sem falla undir blágrænar fráveitulausnir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:41.