Málsnúmer 2503011Vakta málsnúmer
Erindi Skógræktarfélagsins snýst um að rækta upp birkiskóg á svæði í landi Hallbjarnareyrar. Það land er í eigu ríkisins og hefur verið í landbúnaðarnotum. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um málið. Skipulagsfulltrúa var falið að ræða við fagaðila. Fundað var með Fjársýslu - ríkiseignum (FSRE) síðastliðið sumar. Fram kom hjá FSRE að unnt væri að taka land undir þessi not og minnka þar með landbúnaðarland, gera þyrfti sérstakan langtímasamning um það og auk þess þyrfti að girða svæðið af.
Skipulagsfulltrúi leitaði afstöðu Skógræktarfélagsins um þetta.