Málsnúmer 2503031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 267. fundur - 03.04.2025

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu og vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem gerð er í tengslum við áform um uppbyggingu á miðbæjarreit.



Tillagan er lögð fram í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar 13. mars sl. um að setja málið af stað.



Rætt um fundi sem haldnir voru með íbúum í gær, miðvikudaginn 2. apríl, en þar kom fram almenn ánægja með fyrirhugaða tillögu. Annars vegar var lokaður fundur með eigendum húsa í næsta nágrenni við miðbæjarreit og hinsvegar opinn fundur í samkomuhúsinu til kynningar á áformunum og til að fá fram sjónarmið íbúa. Unnið verður úr því efni sem fram kom úr umræðum fundarins.

Lögð var fram í einu lagi skipulagslýsing og tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.

Skipulagsfulltrúa falið að gera lítilsháttar breytingar á orðalagi, en að öðru leyti samþykkir nefndin að leggja til við bæjarstjórn að kynna lýsinguna og tillöguna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 268. fundur - 30.04.2025

Vísað er í fyrri umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar um miðbæjarreit, bæði um uppbyggingu á reitnum og síðan um aðalskipulagsbreytingu.



Haldnir voru fundir með íbúum til að kynna hugmyndir um uppbyggingu á miðbæjarreit; opinn fundur í samkomuhúsinu 2. apríl sl. og tveir fundir sérstaklega með eigendum húsa á nærliggjandi lóðum. Þriðji slíkur fundurinn er jafnframt fyrirhugaður.



Auglýst var skipulagslýsing og vinnslutillaga fyrir breytingu aðalskipulags, vegna miðbæjarreits, og var tillagan auglýst í Skipulagsgátt frá 15. til 24. apríl sl. Frestur til að gera athugasemdir/umsagnir rann út 24. apríl sl.



Alls bárust fimm umsagnir, frá Slökkviliði Grundarfjarðar, Minjastofnun Íslands, Veitum ohf., Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Vegagerðinni.

Umsagnir má sjá í framlagðri samantekt í fylgiskjali.



Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem lagt er til að auglýst verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Undir þessum lið eru einnig lagðar fram til kynningar tillögur að fyrirkomulagi gatnamóta og lóðarmarka miðbæjarreits, við Hrannarstíg og Grundargötu, sem tekur mið af nýbyggingu á miðbæjarreit. Thijs Kreukels samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu vann þar undirbúningsvinnu og var hann gestur fundarins undir þessum lið að hluta.



Thijs var boðinn velkominn á fundinn. Hann, Nanna og Sigurður fóru yfir hugmyndir um lóðarstærð og fyrirkomulag við lóðarmörk. Málið er til frekari vinnslu síðar.

---

Farið yfir framlagðar umsagnir sem bárust á auglýsingatímanum.

Þar sem um er að ræða lýsingu og vinnslutillögu er ekki þörf á að bregðast sérstaklega við athugasemdum á þessu stigi. Þær hafa þó verið hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu og við gerð tillögu um breytingu á aðalskipulagi, sem nú liggur fyrir fundinum. Einnig verða þær hafðar til hliðsjónar við gerð deiliskipulags þegar þar að kemur.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, sem auglýst verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana, að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Gestir

  • Thijs Kreukels, VSB

Skipulags- og umhverfisnefnd - 269. fundur - 10.06.2025

Farið yfir stöðu máls vegna aðalskipulagsbreytingar í tengslum við uppbyggingu á miðbæjarreit.







Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð á tillögu að breytingu aðalskipulags vegna miðbæjarreits og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

Skipulagsfulltrúi mun nú auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. samþykkt á 268. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30. apríl sl. og bæjarstjórnar 8. maí sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 270. fundur - 20.08.2025

Skipulagsfulltrúi auglýsti þann 11. júní sl. tillögu um breytingu á aðalskipulagi í tengslum við uppbyggingu á miðbæjarreit. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum var til 30. júlí sl. og alls bárust sex umsagnir/athugasemdir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma tillögunnar.



Lagt fram yfirlit yfir athugasemdir og umsagnir sem bárust og tillaga að viðbrögðum og svörum við þeim.

Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið gegnum fjarfund.

Eftirtaldir aðilar skiluðu umsögnum/athugasemdum í Skipulagsgátt á kynningartímanum:

Ásthildur Elva Kristjánsdóttir
Minjastofnun Íslands
Veitur ohf.
Vegagerðin
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Einar Sveinn Ólafsson

Farið var yfir þær athugasemdir/umsagnir sem bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svörum/viðbrögðum við athugasemdum/umsögnum frá framangreindum aðilum.

Á grunni umsagna og athugasemda er ekki talin þörf á að gera breytingu á auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar og leggur til að hún verði samþykkt.

Vísað er í fylgiskjal um einstakar athugasemdir og viðbrögð við þeim, sem einnig verður birt í Skipulagsgáttinni.