Lagt fram ástandsmat sem unnið var fyrir húsnæði Sögumiðstöðvarinnar og verklýsing vegna verðkönnunar sem fram hefur farið, um nauðsynlegar framkvæmdir skv. ástandsmatinu.
Bæjarstjóri fór yfir ástandsmat hússins, sem bæjarstjórn lét vinna í vetur.
Sl. sumar fóru fram viðgerðir sem ekki voru á fjárhagsáætlun ársins, þar sem í ljós hafði komið að ástand veggja og þaks á syðri hluta hússins var verra en haldið var. Húsið var skoðað í vetur og í framhaldinu gerð verðkönnun í mars/apríl fyrir nauðsynlegar framkvæmdir. Engin tilboð bárust í verkið, en leitað verður leiða til að framkvæma nauðsynlegar viðgerðir í vor og fyrrihluta sumars.
Sl. sumar fóru fram viðgerðir sem ekki voru á fjárhagsáætlun ársins, þar sem í ljós hafði komið að ástand veggja og þaks á syðri hluta hússins var verra en haldið var. Húsið var skoðað í vetur og í framhaldinu gerð verðkönnun í mars/apríl fyrir nauðsynlegar framkvæmdir. Engin tilboð bárust í verkið, en leitað verður leiða til að framkvæma nauðsynlegar viðgerðir í vor og fyrrihluta sumars.