51. fundur 13. ágúst 2025 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Hjalti Allan Sverrisson (HAS)
Starfsmenn
  • Pálmi Jóhannsson (PJ) starfsmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Jóhannsson starfsmaður
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, gengið var til dagskrár.

Pálmi Jóhannsson, forstöðumaður menningar- og markaðsmála, var boðinn velkominn á sinn fyrsta fund með nefndinni.

1.Ástandsmat og verðkönnun v. endurbætur á Sögumiðstöð 2025

Málsnúmer 2504002Vakta málsnúmer

Forstöðumaður menningar- og markaðsmála fór yfir stöðu á framkvæmdum við Sögumiðstöð og áætluð verklok.



Framvkæmdir eru á lokastigi og er stefnt á að alrými og eldhús verði tekið í notkun sem allra fyrst.

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með þær endurbætur sem fram hafa farið, að framkvæmdum sé að ljúka og hægt verði að taka húsið í notkun.

Almenn umræða um notkun og nýtingu á húsinu fór fram.

2.Snæfellsnes Adventure ehf - Gerum það núna - Sögumiðstöð

Málsnúmer 2501014Vakta málsnúmer

Snæfellsnes Adventure ehf. ? Gerum það núna, sótti um að fá afnot af alrými og eldhúsi Sögumiðstöðvarinnar. Sökum framkvæmda var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.

3.Rökkurdagar 2025

Málsnúmer 2508005Vakta málsnúmer

Nefndarmenn ræddu skipulag Rökkurdaga, menningarhátíðar Grundfirðinga, 2025.



Ákveðið var að Rökkurdagar standi í þrjár vikur, en að viðburðir verði ekki eins þétt raðaðir og árið áður.

Nefndin ræddi um tilgang Rökkurdaga og að þeir eigi að vera skipulagðir af íbúum Grundarfjarðarbæjar fyrir íbúa Grundarfjarðarbæjar.

Hugmyndir komu fram um það hvernig er hægt sé að fá íbúa til þess að koma frekar að borðinu hvað varðar skipulagningu og viðburði.

Einnig kom til umræðu að bæta “slagorði? við nafnið Rökkurdagar.

Mál áfram í vinnslu.


4.SSV - Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2508006Vakta málsnúmer

Forstöðumaður menningar- og markaðsmála kynnti fyrir nefndinni Barnamenningarhátíð Vesturlands, Barnó, sem haldin verður frá 1. október ? 31. október. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi "fóstra" hátíðina.





Sú breyting verður í ár að hátíðin verður haldin á öllu Vesturlandi en ekki í einu sveitarfélagi eins og áður hafði verið.

Sveitarfélögin hafa frjálsar hendur í skipulagningu og túlkun Barnamenningarhátíðar innan ramma frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi.

Nefndin lýsir yfir ánægju með Barnamenningarhátíð. Nefndin ræddi möguleikann á samlegðaráhrifum Rökkurdaga og Barnamenningarhátíðar.

5.FSS - Forvarnarstefna Snæfellsness

Málsnúmer 2505011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hafði vísað málinu til umfjöllunar í nefndinni.

Menningarnefnd lýsir yfir almennri ánægju með Forvarnarstefnu Snæfellsness, en finnst vanta meiri áherslu á skjánotkun og áhrif hennar.

Menningarnefnd skorar á Forvarnarteymi Snæfellsness að bæta þessum atriðum inn í stefnuna.

6.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Forstöðumaður menningar- og markaðsmála fór yfir stöðu þeirra verkefna sem eru í gangi í menningarmálum þessa stundina.



Nefndin ræddi uppbyggingu á bókasafninu og framtíð þess.

Einnig ræddi hún “rödd bókasafnsins og anda þess?, að það sé mikilvægt að bókasafnið sé staður samfélagsins og tali þannig í orði og verki.

Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:45.