Lagt fram kauptilboð Grundarfjarðarbæjar í jörðina Grund, sem samþykkt hefur verið af hálfu skiptastjóra dánarbús f.h. eigenda jarðarinnar, sbr. staðfestingu dags. 30. apríl 2025.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur sem barst í dag frá skiptastjóra.
Bæjarráð vísar í umfjöllun bæjarstjórnar og umboð veitt til undirbúnings málsins.
Bæjarráð fagnar því að þessi áfangi sé í höfn. Jarðakaupin eru gerð með framtíðarhagsmuni sveitarfélagsins og íbúa í huga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara skiptastjóra dánarbúsins vegna tölvupóstsins sem barst í dag, í samráði við lögmann bæjarins.
Lagður fram kaupsamningur um jörðina Grund, undirritaður af bæjarstjóra 16. maí 2025 f.h. Grundarfjarðarbæjar. Jörðinni fylgja engin hús.
Kaupverð jarðarinnar eru 70 millj. kr., þar af voru 50 millj. kr. greiddar við undirritun kaupsamnings.
Með kaupum á jörðinni Grund gefst m.a. tækifæri til að bæta vatnsvernd. Vatnsból fyrir þéttbýlið í Grundarfirði er við Grundará, undir Grundarfossi. Vatnsverndarsvæði vatnsbólsins hafa verið afmörkuð í samræmi við reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn. Mörk vatnsverndarsvæðanna eru í samræmi vð skýrslu ÍSOR
06197 frá 2006, en um þau gildir skilgreining á brunn-, grann- og
fjarsvæðum í reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999 m.s.br.
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er sett fram stefna um að brunnsvæði vatnsveitunnar verði stækkað til samræmis við tillögu um breytta legu vatnsverndarsvæða vatnsbóla Vatnsveitu Grundarfjarðar, sem unnin var af Ísor fyrir Orkuveitu Reykjavíkur 2006.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Veitur ohf. um vatnsverndarmál á svæðinu.
Í ljósi þess að Grundarfjarðarbær eignast jörðina á vordögum og lítill tími er til stefnu, þá vill bæjarráð leitast við að halda umsjón neðangreindra þátta í sömu skorðum og verið hafa undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir að umsjón með slætti á túni í landi jarðarinnar Grundar og umsjón með hagabeit verði sumarið 2025 falin Bárði Rafnssyni og Dóru Aðalsteinsdóttur, með vísan í framlagt erindi þeirra. Þau hafa síðustu árin séð um slátt og hagabeit.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við þau Bárð og Dóru fyrir árið 2025.
Efnistaka í landi Grundar:
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að afla gagna og leggja fram tillögu um efnistöku í landi Grundar. Ekki liggja fyrir efnistökuleyfi í landi Grundar og leggur bæjarráð til að efnistaka þar verði ekki heimiluð að sinni.
Bæjarráð tekur ekki afstöðu að svo stöddu til veiða í landi Grundar.
Bæjarráð fagnar því að þessi áfangi sé í höfn. Jarðakaupin eru gerð með framtíðarhagsmuni sveitarfélagsins og íbúa í huga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara skiptastjóra dánarbúsins vegna tölvupóstsins sem barst í dag, í samráði við lögmann bæjarins.
Samþykkt samhljóða.