Málsnúmer 2506001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 300. fundur - 12.06.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 638. fundar bæjarráðs.



  • Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um breytingu á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekinn er sem Kirkjufell view cottage, að Innri Látravík (F2357992), Grundarfirði skv. rekstraleyfi REK-2024-073350 frá 27.11.2024.

    Breyting felst í viðbótarhúsnæði í þremur nýjum frístundahúsum (mhl.050101, 060101,070101) og þar með fjölgun gistirýma um 12 gesti, þannig að leyfilegur gestafjöldi eftir breytingu fari úr 8 í 20 gesti.

    Um er að ræða ný hús og fyrir liggur öryggisúttekt byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, og umsögn byggingarfulltrúa sem ekki gerir athugasemdir við að umbeðnu rekstrarleyfi verði breytt.
    Bæjarráð - 638 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfinu verði breytt og að við það bætist þrjú ný gestahús, við þau tvö sem leyfið var útgefið fyrir, á síðasta ári.

  • Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 1, landnúmer L190044, undirritað af merkjalýsanda 28.05.2025.

    Lóðin er skráð 1.882 m2 í Landeignaskrá fasteigna, en stækkar nú í 2.907 m2, eða um 1.025 m2. Upprunalandið Grafarland, landnúmer 190037, minnkar um það sem því nemur. Breytingin er unnin í samræmi við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár, sem gefið var út í B-deild Stjórnartíðinda 16. maí 2025.

    Bæjarráð - 638 Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 1.