Málsnúmer 2506004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 301. fundur - 11.09.2025

Fundargerð lögð fram til kynningar, en í sumar var bæjarráð með fullnaðarumboð til afgreiðslu mála, skv. sveitarstjórnarlögum.

  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 639
  • Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2025.
    Bæjarráð - 639 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 12,8% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • .3 2506003F Skólanefnd - 182
    Bæjarráð - 639 Bæjarráð samþykkir samhljóða 182. fundargerð skólanefndar.
  • .4 2506005F Hafnarstjórn - 19
    Bæjarráð - 639
  • Bæjarráð - 639 Fram kom að viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025 er í vinnslu og verður lagður fyrir bæjarráð að loknum sumarleyfum.

  • .6 2409014 Gjaldskrár 2025
    Heiðdís leikskólastjóri var boðin velkomin á fundinn.

    Lagður fram samanburður á gjaldskrám leikskóla nokkurra sveitarfélaga.
    Bæjarráð - 639 Rætt um fyrirkomulag á starfsemi leikskólans, eftir þær breytingar sem gerðar voru á starfsdögum, fyrirkomulagi á föstudögum (milli 14-16) og sem leiddu af 36 tíma vinnuviku, sem tók gildi 1. nóvember sl.

    Rætt um útfærslur á gjaldskrá fyrir leikskólann, í samhengi við þessar breytingar.

    Gera þarf ráð fyrir því í gjaldskrá hvernig eigi að mæta skráningardögum í Dymbilviku.
    Auk þess var rætt um hvort breyta eigi gjaldtöku fyrir föstudagstímana, frá 14-16, en í dag eru 14 börn af 33 að nýta skráningartíma frá 14-16 á föstudögum.

    Bæjarráð tekur þetta til skoðunar við breytingu á gjaldskrá, sem ákveðin verður síðar.

    Leikskólastjóra var þakkað fyrir komuna.

  • Bæjarráð - 639 Enn eru til umræðu á vettvangi bæjarstjórnar og bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar, þar sem ástandið hefur aldrei verið verra. Á það ekki síst við í næsta nágrenni Grundarfjarðar, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes.

    Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins. Fyrr á þessu ári sendu sveitarstjórnir á Vesturlandi ákall til forsætisráðherra og innviðaráðherra um að brýn þörf væri til að bregðast strax við bágbornu ástandi tiltekinna vegarkafla, með neyðarfjárveitingu í allra brýnustu viðgerðirnar, til að tryggja íbúum, atvinnulífi og ferðafólki lágmarks öryggi á vegunum.

    Bæjarráð þakkar ráðherrunum fyrir að hafa brugðist hratt við ákalli sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi og boðið til fundar 10. mars sl. þar sem tækifæri gafst til þess að ræða þessi mál.

    Nú þegar árið er hálfnað, þá hafa boðaðar aukafjárveitingar til samgöngumála ekki skilað sér til Vegagerðarinnar í formi samþykktra fjárheimilda til svæðisbundinna stofnana Vegagerðarinnar, en krafa er um skýra fjárheimild þegar farið er af stað í undirbúning og framkvæmdir samgöngumannvirkja. Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir vonbrigðum sínum með það.

    Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar vísar í fjölmargar bókanir bæjarstjórnar um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar.

    Bæjarráð lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af síversnandi og hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi og að Borgarnesi, ástandi sem er að stórum hluta til komið vegna skorts á viðhlítandi viðhaldi.

    Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.

    Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

    Í febrúar sl. þurfti Vegagerðin að moka tjöru af „blæðandi“ þjóðvegum á Snæfellsnesi. Fjölmargir akandi vegfarendur urðu fyrir óþægindum og tjóni á ökutækjum sínum, vegna ástands þjóðveganna, þegar þykk tjara lagðist á hjólbarða og aðra fleti bifreiða. Slíkt er ekki einungis hvimleitt, heldur er umferðaröryggi stórlega ógnað í slíku ástandi, auk þess sem það veldur eigendum ökutækja fjárhagstjóni. Viðbúið er að slíkt ástand geti skapast aftur eins og ástand umræddra vega er.

    Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ítrekar fyrri óskir um stóraukna fjármuni til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á þjóðvegi 54.

    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði óskað eftir því að hluti þjóðvegar 54, annars vegar frá Grundargötu 4 og að bæjarmörkum í austri, og hins vegar frá Hellnafelli að Kirkjufellsbrekku, yrði malbikaður, en nú standa einmitt yfir framkvæmdir við endurbyggingu síðarnefnda vegarkaflans. Bæjarráð tekur undir þessar óskir og telur umferðarþunga á þessum köflum gefa tilefni til að styrkja vegina enn frekar með malbiksyfirlögn.

  • .8 2501025 Framkvæmdir 2025
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu framkvæmdum. Bæjarráð - 639 Farið yfir helstu framkvæmdir, einkum:

    - Sögumiðstöð, en þar fer að ljúka framkvæmdum sem leggja þurfti í vegna slæms ástands hluta hússins
    - Tengigangur íþróttahúss verður klæddur og gengið frá rennum og lögnum
    - Gatnaframkvæmdir, gangstéttar og malbik

    Lögð fram fundargerð af opnunarfundi í verðkönnun um steyptar gangstéttar o.fl., sem og verksamningar um gangstéttarframkvæmdir.

    Farið yfir áform um malbikun og stíga.

  • Lagt fram bréf Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dags. 12. júní sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi í Breiðafjarðarnefnd.
    Bæjarráð - 639 Samkvæmt lögum um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995 er Breiðafjarðarnefnd ráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laganna. Í nefndinni eiga sæti sjö menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í lögunum segir að sveitarfélög sem liggja að Breiðafirði tilnefni fjóra fulltrúa á þann hátt sem ráðherra ákveður í reglugerð. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Reglugerð hefur ekki verið sett, en sveitarfélögin fjögur á norðanverðu Snæfellsnesi hafa sameinast um einn fulltrúa og annan til vara.

    Lagt til að formanni bæjarráðs og bæjarstjóra verði veitt umboð til að ganga frá tilnefningu sameiginlegs fulltrúa í samráði við fulltrúa annarra sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi, sem og í samráði við önnur sveitarfélög við Breiðafjörð.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram tölvupóstur HMS, dags. 20. júní sl., þar sem kynnt er að opið sé fyrir umsóknir um stofnframlög. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí nk.

    Bæjarráð - 639 Rætt um stofnframlög og fyrirkomulag við það úrræði.

  • Lagt fram bréf frá almannaheillafélaginu Lítil Þúfa fta., sem er áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna vímuefnaröskunar, dags. 11. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar. Einnig lagður fram ársreikningur 2023.
    Bæjarráð - 639 Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu og bendir á að sækja þarf um styrki að hausti, vegna fjárhagsáætlunar komandi árs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram tölvupóstur Einars Sveins Ólafssonar f.h. Gerum það núna ehf., 2. júní 2025, þar sem vakin er athygli á pósti áhrifavalds á Tik Tok ásamt hvatningu um aukna kynningu á Grundarfirði sem ferðamannastað.
    Bæjarráð - 639 Bæjarstjóri kynnti jafnframt erindi Einars Sveins, sbr. nokkra tölvupósta hans frá í síðustu og þessari viku, þar sem m.a. kemur fram ósk hans um að Grundarfjarðarbær gangist fyrir fundum og samtali við aðila í ferðaþjónustu, sem hann lýsir jafnframt yfir áhuga á að taka þátt í.

    Bæjarráð þakkar fyrir erindin.

  • Lögð fram gögn úr prófunum sem gerðar voru 19. júní sl. á tveimur borholum vegna orkuskipta fyrir íþróttahús, sundlaug og grunnskóla og niðurstöðum þeirra, sem liggja fyrir í minnisblaði Hagvarma ehf., frá því í gær.

    Einnig lögð fram fyrirspurn bæjarstjóra út af styrkveitingum úr tilteknu sjóðakerfi og svar við því.

    Bæjarráð - 639 Unnið verður úr þeim niðurstöðum sem fyrir liggja, í samvinnu við pípulagningameistara verksins.
  • Lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra til Skattsins, 23. júní 2025, með beiðni um upplýsingar og greiningu gagna, í framhaldi af umræðu bæjarstjórnar á fundi sínum 8. maí sl., þar sem farið var yfir greiningu útsvarstekna bæjarins aftur í tímann.

    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla HeV dags. 5. maí 2025 um leiksvæði á Hjaltalínsholti.
    Bæjarráð - 639
  • Lagt fram til kynningar afrit af leyfisbréfi skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní sl., um veitt framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við áningarstað við Kirkjufellsfoss.

    Jafnframt lagðar fram fundargerðir þriggja verkfunda um verkefnið.

    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar gögn vegna umsóknar Grundarfjarðarbæjar í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.

    Grundarfjarðarbær fær 2,5 millj. kr. skv. bráðabirgðasvari sem borist hefur, en ekki er komið formlegt svar eða skipting á þá liði sem sótt var um.

    Bæjarráð - 639
  • Lagt fram boðsbréf GVG um golfmót og afmæliskaffi 27. júlí nk. en þá verður klúbburinn 30 ára.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar skýrsla Félags atvinnurekenda um endurskoðun á grunni álagningar á fasteignir.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur nefndasviðs Alþingis, dags. 13. maí sl., varðandi umsagnir um frumvarp til laga um veiðigjald.

    Einnig umsögn SSV um frumvarpið/framsaga VK hjá SSV á fundi atvinnuveganefndar 30. maí sl., en bæjarstjóri tók einnig þátt í þeim fundi.

    Bæjarstjóri kynnti drög að samantekt fyrir bæinn um áhrif hækkunar veiðigjalda á bæjarsjóð.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar samningur við Þórunni Kristinsdóttur um afnot af landsvæði fyrir hundagerði í landi Háls, fyrir apríl-des. 2025.

    Samningurinn er gerður í þágu hundaleyfishafa í Grundarfirði, sem fá aðgang að hundagerði þriðja árið í röð.

    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar ýmis gögn frá Cruise Iceland.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda ásamt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga og fleiri gögnum.

    Bæjarstjóri sat fjarfund 27. júní sl. til kynningar á samkomulaginu.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur Eyrbyggjusögufélagsins vegna ársins 2024.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Innviðaráðuneytisins, dags. 23. júní sl., um innviðaþing sem haldið verður 28. ágúst nk.
    Bæjarráð - 639
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar; fundargerð 232. fundar sem haldinn var 9. apríl sl. og fundargerð 233. fundar sem haldinn var 23. maí sl.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna ársins 2024.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 90. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 19. júní sl.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. júní sl., um eftirfylgni með hækkun veiðigjalda.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 981. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 13. júní sl.
    Bæjarráð - 639