Eigandi fasteignar að Fagurhólstúni 2 fyrirhugar að hækka bílskúr, sbr. aðaluppdrátt.
Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Taka þarf afstöðu til grenndarkynningar.
Málinu var vísað til skipulags- og umhverfisnefndar af byggingarfulltrúa þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti breytt not og að skráning bílskúrs breytist í íbúð og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild / leyfi að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
Byggingaráform eru samþykkt, umsóknin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr.1.3.2 í byggingarreglugerð.
Bygggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.