Menningarnefnd - 51Snæfellsnes Adventure ehf. ? Gerum það núna, sótti um að fá afnot af alrými og eldhúsi Sögumiðstöðvarinnar. Sökum framkvæmda var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.
Forstöðumaður menningar- og markaðsmála kynnti fyrir nefndinni Barnamenningarhátíð Vesturlands, Barnó, sem haldin verður frá 1. október ? 31. október. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi "fóstra" hátíðina.
Menningarnefnd - 51Sú breyting verður í ár að hátíðin verður haldin á öllu Vesturlandi en ekki í einu sveitarfélagi eins og áður hafði verið.
Sveitarfélögin hafa frjálsar hendur í skipulagningu og túlkun Barnamenningarhátíðar innan ramma frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi.
Nefndin lýsir yfir ánægju með Barnamenningarhátíð. Nefndin ræddi möguleikann á samlegðaráhrifum Rökkurdaga og Barnamenningarhátíðar.
Bæjarstjórn hafði vísað málinu til umfjöllunar í nefndinni.
Menningarnefnd - 51Menningarnefnd lýsir yfir almennri ánægju með Forvarnarstefnu Snæfellsness, en finnst vanta meiri áherslu á skjánotkun og áhrif hennar.
Menningarnefnd skorar á Forvarnarteymi Snæfellsness að bæta þessum atriðum inn í stefnuna. Bókun fundarBæjarstjórn þakkar nefndinni fyrir rýni sína á drög að Forvarnastefnu Snæfellsness og gerir tillögu nefndarinnar að sinni.
Bæjarstjóra falið að koma þessu á framfæri við forvarnateymið/FSS.