Málsnúmer 2508004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 301. fundur - 11.09.2025

  • Bæjarstjóri sagði frá því að Helena Ólafsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi hefði fyrr í dag tilkynnt að hún þyrfti að segja starfi sínu lausu, af fjölskylduástæðum.

    Af þeim sökum þurfi að ákveða hvernig haga eigi ráðningu í starfið, en bæjarstjórn ræður í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á grundvelli 2. gr. Starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.

    Gengið var frá ráðningu í starfið í lok apríl sl. og skipaði bæjarstjórn þá tvo bæjarfulltrúa, Davíð Magnússon og Loft Árna Björgvinsson, til að taka þátt í ráðningarferli, viðtölum við umsækjendur og mat á umsóknum.
    Bæjarráð - 640 Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita til ráðgjafa VinnVinn ráðningarstofunnar, sem aðstoðaði við ráðningarferlið í apríl sl., um svör við tilteknum spurningum sem ræddar voru á fundinum.

    Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarfulltrúunum Davíð og Lofti Árna sama umboð og síðast, til að ákveða næstu skref og taka þátt í framhaldandi eða nýju ráðningarferli um starfið, eftir atvikum.