Lagt fram minnisblað Helga S. Gunnarssonar ráðgjafa og drög að skilyrtum kaupsamningi um byggingarrétt, sem og innlögð gögn frá bjóðanda í byggingarrétt á miðbæjarreit.
Helgi S. Gunnarsson ráðgjafi hefur haldið utan um samskipti við bjóðanda.
Bæjarráð - 641Helgi gerði grein fyrir gögnum og samskiptum um málið.
Bæjarráð samþykkir, á grunni framlagðra gagna og upplýsinga ráðgjafa um samskipti við bjóðanda, að gerður verði skilyrtur kaupsamningur um byggingarrétt á reitnum, í samræmi við útboðslýsingu og tilboð sem barst. Bæjarráði er ljóst að vikið hafi verið frá nánar tilgreindum formsatriðum útboðslýsingar um stöðu kaupanda, sbr. nánar framlögð gögn.
Helga S. Gunnarssyni, ráðgjafa, falið að annast áframhaldandi samskipti við bjóðanda og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi við bjóðanda.
Lagt fram minnisblað (vinnuskjal) um undirbúning uppbyggingar á Framnesi og næstu skref, eftir vinnu með þeim ráðgjöfum sem að þessum hluta hafa komið, þeim Helga S. Gunnarssyni og Halldóri Jónssyni hrl.
Einnig lögð fram drög að verkáætlun (vinnuskjal, drög) fyrir næstu skref, sem Helgi hefur tekið saman.
Bæjarráð - 641Bæjarstjórn hefur nýlega gert breytingu á aðalskipulagi fyrir fremsta hluta Framness.
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er nú fremst á Framnesi gert ráð fyrir atvinnustarfsemi sem fellur undir landnotkunarflokkinn "verslun og þjónusta", þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu. "Núverandi athafnastarfsemi er áfram heimil á svæðinu þar til önnur not taka við en gert ráð fyrir að starfsemi færist í átt að verslun, þjónustu og menningu" eins og segir í aðalskipulagi.
Bæjarstjórn hefur hug á að koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3, í samræmi við stefnu aðalskipulags. Ljóst þykir að gera þurfi breytingar á nýtingu og afmörkun núverandi lóða með það fyrir augum að tryggja samfellu og hraða í framkvæmd uppbyggingar á svæðinu. Lagt er til að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa fremst á Framnesi, eftir atvikum um innlausn lóðarréttinda, um þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.
Halldór og Helgi fóru yfir þá vinnu sem fyrir liggur og tillögu um aðferðafræði við uppbyggingu á Framnesi, en reynsla við undirbúning og útboð á byggingarrétti á miðbæjarreit nýtist einnig hér. Samhliða því að ná samkomulagi við núverandi lóðarhafa verði leitað eftir áhugasömum aðilum sem hafa getu til að takast á við slíka uppbyggingu.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi vinnu í samræmi við þá aðferðafræði sem fram kemur í framlögðu minnisblaði og drög að verkáætlun. Bæjarráð samþykkir einnig umboð til Halldórs Jónssonar hrl. og Juris slf., til viðræðna við lóðarhafa á fremstu lóðum á Framnesi, innan VÞ-reits skv. nýlegri aðalskipulagsbreytingu, og til Helga S. Gunnarssonar, til áframhaldandi vinnu skv. framlögðum tillögum. Bæjarráð mun síðan taka afstöðu til samninga við lóðarhafa og fyrirkomulags á uppbyggingarsamningum þegar þeir liggja fyrir.
Farið yfir samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir (FSRE) vegna lóðar og húss að Hrannarstíg 2.
Bæjarráð - 641Bæjarstjóri og Halldór lögmaður sögðu frá samskiptum við FSRE um umrædda lóð og fasteign, en lóðin var búin til sérstaklega undir lögreglustöð á sínum tíma.
FSRE hefur vísað til þess að land/lóð að Hrannarstíg 2 sé í eigu FSRE. Grundarfjarðarbær telur sig hafa sýnt fram á hið gagnstæða með gögnum sem tengjast kaupum á landi af ríkissjóði á árinu 2005. FSRE hefur ekki andmælt gildi þessara gagna en vill leita leiða að ná samkomulagi um kaup Grundarfjarðarbæjar á húsi, og eftir atvikum lóðarréttindum tengdum Hrannarstíg 2.
Farið yfir þær þreifingar sem verið hafa um eignarhald og verðmæti húss og lóðar.
Bæjarráð fer fram á við FSRE, sem eiganda hússins, að húsið verði fjarlægt af lóðinni fyrir 1. maí 2026.
Bæjarráð felur Halldóri Jónssyni hrl. umboð til samskipta og samninga við FSRE um þetta.
Farið yfir nokkur framkvæmdaverkefni á vegum bæjar og hafnar.
Bæjarráð - 641Bæjarstjóri og Nanna fóru yfir nokkur mál.
- Hraðalækkandi aðgerðir og heildarsýn fyrir Grundargötu:
Sagt frá samskiptum við Vegagerðina, en bærinn hefur óskað eftir endurbótum á hraðalækkandi aðgerðum á Grundargötu. Árið 2021 var Grundargatan öll malbikuð, enda á milli. Við þá aðgerð voru jafnframt teknar upp nokkrar hraðahindranir í götunni, þar sem þær voru orðnar lélegar. Búið er að setja upp tvo "broskalla" á Grundargötu, sem mæla hraða ökutækja, eins og þeir tveir sem fyrir eru við innkomuna í bæinn, að austan og vestan.
Fyrir hönd bæjarins hefur einnig verið óskað eftir endurskoðun á þeirri heildarhönnun sem unnin var fyrir 20 árum, um umferðaröryggi og útfærslur á Grundargötu.
Bæjarráð samþykkir þá tilhögun sem um var rætt.
Samþykkt samhljóða.
- Hellulögn og gatnagerð:
Nanna sagði einnig frá því að samið hefði verið við fyrirtækið Sigurgarða, Borgarnesi, um hellulögn og frágang gangstétta á Hrannarstíg.
Lagt fram erindi frá UMFG um að koma upp grasblakvelli utanhúss.
Bæjarráð - 641Farið yfir málið og rætt um mögulega staðsetningu.
Bæjarráð samþykkir að kanna möguleika á að staðsetja völlinn á eða við borholusvæðið, neðan við svæði með ærslabelg. Nönnu falið að teikna upp svæðið m.t.t. grasblakvallar.
Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní og janúar-júlí 2025.
Bæjarráð - 641Skv. yfirlitunum hefur greitt útsvar hækkað um 12,9% tímabilið janúar-júní 2025 og um 13,5% tímabilið janúar-júlí 2025, miðað við sömu tímabil árið 2024.
Lagt fram erindi frá Ríkeyju Konráðsdóttur um menningu og nýsköpun í Grundarfirði.
Leggur hún til að stofnað verði samvinnufélag bæjarbúa og sveitarfélagsins, sem taki ákvörðun um nýtingu Sögumiðstöðvar, fjármögnun o.fl., fyrir skapandi starfsemi.
Bæjarráð - 641Bæjarráð þakkar Ríkeyju fyrir erindið.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til menningarnefndar og forstöðumanns markaðs- og menningarmála til umfjöllunar og umsagnar.
Lagt fram minnisblað starfshóps um ráðningu í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa með tillögum um næstu skref í ferlinu.
Hópinn skipa bæjarfulltrúarnir Davíð Magnússon og Loftur Árni Björgvinsson, en fundað var 21. og 27. ágúst. Bæjarstjori og skrifstofustjóri sátu einnig fundina.
Bæjarráð - 641Fyrir liggur uppsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Brýnt er að manna starfið sem fyrst og er því lagt til að unnið verði úr þeim umsóknum sem bárust um starfið í mars sl. í ljósi breyttrar stöðu og að fyrra ráðningarferli sé endurvakið. Umsóknir um opinber störf gilda í sex mánuði og eru umsóknir því enn gildar, að því leyti sem umsækjendur samþykkja það.
Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa tillögu fulltrúanna og felur þeim áframhaldandi umboð til að vinna að ráðningarferlinu.
Lögð fram til kynningar gögn Golfklúbbsins Vestarr í samræmi við ákvæði samstarfssamnings bæjarins og GVG frá árinu 2024, í tengslum við styrk til kaupa á landi undir völlinn.
Bæjarráð - 641
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Innviðaráðuneytisins, dags. 4. júlí sl., varðandi fræðslu um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk.
Bæjarráð - 641
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. júlí sl., um yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem jafnframt fylgir með.
Bæjarráð - 641
Lögð fram til kynningar dagskrá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um XIV. Umhverfisþing sem haldið verður 15. og 16. september nk.
Bæjarráð - 641
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ungmennaráðs UMFÍ, dags. 2. júlí sl., um Ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsa, sem haldin verður 12.-14. september nk.
Bæjarráð - 641