Forstöðumaður menningar- og markaðsmála kynnti fyrir nefndinni Barnamenningarhátíð Vesturlands, Barnó, sem haldin verður frá 1. október ? 31. október. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi "fóstra" hátíðina.
Sú breyting verður í ár að hátíðin verður haldin á öllu Vesturlandi en ekki í einu sveitarfélagi eins og áður hafði verið.
Sveitarfélögin hafa frjálsar hendur í skipulagningu og túlkun Barnamenningarhátíðar innan ramma frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi.
Nefndin lýsir yfir ánægju með Barnamenningarhátíð. Nefndin ræddi möguleikann á samlegðaráhrifum Rökkurdaga og Barnamenningarhátíðar.
Sveitarfélögin hafa frjálsar hendur í skipulagningu og túlkun Barnamenningarhátíðar innan ramma frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi.
Nefndin lýsir yfir ánægju með Barnamenningarhátíð. Nefndin ræddi möguleikann á samlegðaráhrifum Rökkurdaga og Barnamenningarhátíðar.