52. fundur 22. september 2025 kl. 17:30 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Hjalti Allan Sverrisson (HAS)
Starfsmenn
  • Pálmi Jóhannsson (PJ) starfsmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Jóhannsson starfsmaður
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Forstöðumaður menningar- og markaðsmála fór yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að síðan á síðasta fundi.



Einnig rætt um gjaldskrármál.



Menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn breytingu á verðskrá bæjarins, svo hver sem leigir hús undir menningarlegan viðburð, sem auglýstur er opinn öllum, skuli ekki greiða leigu fyrir viðburðinn.
Allir slíkir viðburðir yrðu birtir í viðburðadagatali bæjarins.
Samkomulag yrði hverju sinni varðandi tækjakost, sbr. hljóðkerfi.

Menningarnefnd telur að með þessum breytingum á verðskrá muni menningarlíf í Grundarfirði eflast til muna.

2.Uppbyggingarsjóður íþrótta- og menningarmála

Málsnúmer 2503029Vakta málsnúmer

Drög að reglum sendar til umsagnar nefndarinnar frá bæjarstjórn. Einnig lágu fyrir svipaðar reglur frá öðrum sveitarfélögum.

Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir:

1. gr. Athugasemd við nafnið “Uppbyggingarsjóður menningar- og íþróttamála? og telur að orðið lýðheilsa eigi frekar við en íþróttir.

5. gr. Lagt til að orðalaginu “umfang og tími verkefnis? verði breytt í “umfang, tími og kynning/auglýsing verkefnis?.

Að öðru leyti gerir menningarnefnd ekki athugasemdir við framlögð drög að "Reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun úr Uppbyggingarsjóði menningar- og íþróttamála".

3.Rökkurdagar 2025

Málsnúmer 2508005Vakta málsnúmer

Dagskrá og dagsetning Rökkurdaga rædd.



Ákveðið var að Rökkurdagar 2025 standi frá 18. október til 5. nóvember.
(Tónleikar 18. október í Samkomuhúsinu marka upphaf Rökkurdaga.)

Nefndin ræddi það að nota Facebook-síðu Rökkurdaga sem helstu upplýsingaveitu um dagskrá og annað. Aðrar síður á samfélagsmiðlum og vefur Grundarfjarðarbæjar verða henni til stuðnings.

Nefndin felur forstöðumanni menningar- og markaðsmála að búa til fyrstu auglýsingu fyrir Rökkurdaga og koma henni í umferð. Í henni eiga að vera dagsetningar og upplýsingar um það hvert fólk getur haft samband ef það vill vera með viðburð.

Dagskráin skal vera gefin út á íslensku, ensku og pólsku. Ef hún fer í dreifingu í hús þá verði hún á íslensku með QR kóða sem vísar á dagskrána á ensku og pólsku.

4.SSV - Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2508006Vakta málsnúmer

Almenn umræða um Barnamenningarhátíð, viðburði og möguleg samlegðaráhrif með Rökkurdögum.

5.Ríkey Konráðsdóttir - Menning og nýsköpun í Grundarfirði - tillaga að verkefni og mögulegu samstarfi

Málsnúmer 2508016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ríkeyju Konráðsdóttur um menningu og nýsköpun í Grundarfirði.



Leggur hún til að stofnað verði samvinnufélag bæjarbúa og sveitarfélagsins, sem taki ákvörðun um nýtingu Sögumiðstöðvar, fjármögnun o.fl., fyrir skapandi starfsemi.
Menningarnefnd tekur vel í erindi Ríkeyjar Konráðsdóttur og felur forstöðumanni menningar- og markaðsmála að koma á fundi milli hennar og menningarnefndar sem fyrst.

6.Mennta- og barnamálaráðuneyti - Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda

Málsnúmer 2509017Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á styrkjum sem standa til boða.



Menningarnefnd telur mikilvægt að íslenskukennsla eða íslenskuhittingar séu í boði fyrir áhugasama í vetur.

Lagt er til að sótt verði um styrk í sjóðinn með það að leiðarljósi að geta fengið einstakling til þess að sjá um kennslu í vetur.

Nefndin telur mikilvægt að þetta verði fastir tímar, opnir öllum þeim sem vilja sækja.

7.Eyrbyggjasögufélag - Dagskrá haustsins 2025

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fréttabréf Eyrbyggjasögufélagsins, dagskrá haustsins 2025 lögð fram til kynningar.



Lokið við fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað hjá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.