Málsnúmer 2508016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 641. fundur - 28.08.2025

Lagt fram erindi frá Ríkeyju Konráðsdóttur um menningu og nýsköpun í Grundarfirði.

Leggur hún til að stofnað verði samvinnufélag bæjarbúa og sveitarfélagsins, sem taki ákvörðun um nýtingu Sögumiðstöðvar, fjármögnun o.fl., fyrir skapandi starfsemi.



Bæjarráð þakkar Ríkeyju fyrir erindið.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til menningarnefndar og forstöðumanns markaðs- og menningarmála til umfjöllunar og umsagnar.

Menningarnefnd - 52. fundur - 22.09.2025

Lagt fram erindi frá Ríkeyju Konráðsdóttur um menningu og nýsköpun í Grundarfirði.



Leggur hún til að stofnað verði samvinnufélag bæjarbúa og sveitarfélagsins, sem taki ákvörðun um nýtingu Sögumiðstöðvar, fjármögnun o.fl., fyrir skapandi starfsemi.
Menningarnefnd tekur vel í erindi Ríkeyjar Konráðsdóttur og felur forstöðumanni menningar- og markaðsmála að koma á fundi milli hennar og menningarnefndar sem fyrst.