Málsnúmer 2509001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 271. fundur - 09.09.2025

Lögð fram skipulagslýsing (drög) fyrir deiliskipulag á svonefndum Miðbæjarreit í Grundarfirði en ekki er til deiliskipulag til fyrir reitinn.



Skipulag á reitnum er liður í því að framfylgja stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 um að miðbærinn skuli vera samkomustaður þar sem fólk hittist í daglegum erindum og til að njóta samveru, auk þess að vera helsti viðkomu- og móttökustaður ferðafólks í bænum.



Dóra Hrólfsdóttir ráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið og fer yfir deiliskipulagslýsinguna.

Deiliskipulagslýsingin er í samræmi við samþykkta aðalskipulagsbreytingu vegna miðbæjarreits og er fyrsta skref í deiliskipulagsferli.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og leita umsagna um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Dóra Hrólfsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi

Skipulags- og umhverfisnefnd - 272. fundur - 10.11.2025

Skipulagslýsing fyrir nýtt Deiliskipulag miðbæjarreits var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 30. september til 28. október sl.



Um er að ræða reit sem nær yfir fjórar samliggjandi lóðir miðsvæðis í Grundarfirði, þ.e. Grundargötu 31 og 33 og Hamrahlíð 6 og 8. Skipulag reitsins er liður í að framfylgja stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 um að miðbærinn skuli vera samkomustaður þar sem fólk hittist í daglegum erindum og til að njóta samveru, auk þess að vera helsti viðkomu- og móttökustaður ferðafólks í bænum.



Lögð er fram samantekt á umsögnum sem bárust á auglýsingatíma, en alls bárust átta umsagnir opinberra umsagnaraðila.

Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir í fjarfundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Ekki er þörf á viðbrögðum við umsögnum um skipulagslýsingu en nefndin leggur áherslu á að ábendingar í umsögnum verði hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi skipulagsvinnu.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta, í fjarfundi
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi