Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing fyrir nýtt Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 14. til 31. október sl.
Um er að ræða 24,9 hektara svæði sem nær yfir Norðurgarð, Miðgarð og Suðurgarð hafnarinnar, auk aðliggjandi landsvæðis, en einnig er gert ráð fyrir stækkun hafnarsvæðisins og nýrri vegtengingu við þjóðveg 54.
Lögð er fram samantekt á umsögnum sem bárust á auglýsingatíma, en alls bárust níu umsagnir, allar frá opinberum umsagnaraðilum. Vakin er athygli á því að umsögn Skipulagsstofnunar hefur ekki borist og hefur stofnunin sent tilkynningu um tafir á afgreiðslu til 17. nóvember nk.
Gestir
- Sigurður Gísli Guðjónsson, formaður bæjarráðs, í fjarfundi - mæting: 15:00
- Herborg Árnadóttir, ráðgjafi, Alta, í fjarfundi - mæting: 15:00
- Garðar Svansson, bæjarfulltrúi og fulltrúi í hafnarstjórn - mæting: 15:00
- Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, Alta, í fjarfundi - mæting: 15:00
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, er í fjarfundi.
Bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn undir þeim dagskrárliðum sem snúa að deiliskipulagi hafnarsvæðis og nýjum íbúðarlóðum vestast á Grundargötu.