Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 271. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Halldóra Hreggviðsdóttir og Dóra Hrólfsdóttir skipulagsráðgjafar hjá Alta eru gestir fundarins undir þessum lið.
Halldóra rifjaði upp helstu atriði í stefnu um blágrænt fráveituskipulag og fordæmi frá öðrum svæðum.
Dóra fór yfir skipulagslýsingu fyrir skipulagið, sem verður einn af rammahlutum aðalskipulags.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um framlag í Skipulagssjóð vegna verkefnisins.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að hafin sé skipulagsvinna sem miði að því að til verði sjávarlóðir á þessum fallega stað, fyrir íbúðarhús.
Fram kom að mögulega þyrfti að gera lítilsháttar breytingu á aðalskipulagi, þannig að litlu svæði af austasta hluta AF-1, sem er afþreyingar- og ferðamannasvæði, verði bætt við íbúðarsvæðið ÍB-4.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu og láta vinna skipulagslýsingu, eftir atvikum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu, m.a. með gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Herborg Árnadóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar frá Alta, eru í fjarfundi undir þessum lið. Herborg fór yfir tillöguna og rætt var um hana.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að mörkum skipulagssvæðisins verði breytt í samræmi við framangreint og að hluti af „Deiliskipulagi Framness austan Nesvegar“ (mál 2301003) sameinist deiliskipulagi suðurhluta hafnarsvæðisins undir breyttu heiti, þ.e. Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar.
Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða skipulagslýsingu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt til auglýsingar skv. 40. gr. skipulagslaga.
Ennfremur er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.
Fulltrúar úr hafnarstjórn, Arnar og Björg, styðja þessa tillögu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á breyttum mörkum deiliskipulagssvæðisins og á heiti deiliskipulagsins.
Bæjarstjórn samþykkir einnig framlagða skipulagslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og leita umsaga skv. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur áður samþykkt að "miðsvæði", sem er hluti af deiliskipulagi (óbirtu) fyrir Framnes austan Nesvegar, verði tekið inn sem hluti af deiliskipulagsvinnu fyrir suðurhluta hafnarsvæðis.
Til viðbótar því samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd nú, að Norðurgarður og sá hluti lóðar við Nesveg 4, sem snýr að miðsvæði hafnar, verði unnið sem hluti af deiliskipulagi fyrir suðurhluta (nú "Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar" sbr. dagskrárlið 3). Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar úr hafnarstjórn, Arnar og Björg, styðja þessa tillögu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á breyttum mörkum deiliskipulagsins og jafnframt að tillagan verði endurauglýst, þannig breytt, þegar endanlega unnin gögn liggja fyrir.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Undir þessum lið er farið yfir þær forsendur og heildarsýn skv. aðalskipulagi, sem lagðar verða til grundvallar í komandi vinnu við samningsgerð um svæðið.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að við framtíðaruppbyggingu svæðisins sé þetta opið svæði sem nýtist bæði heimamönnum og gestum og að uppbygging verði lyftistöng fyrir samfélagið allt.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með framlögð vinnugögn og fellst fyrir sitt leyti á að byggja á þessari nálgun þegar kemur að viðræðum vegna þróunar svæðisins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en vísar annars til þess að málið er sérstakur liður á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Dóra Hrólfsdóttir ráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið og fer yfir deiliskipulagslýsinguna.
Deiliskipulagslýsingin er í samræmi við samþykkta aðalskipulagsbreytingu vegna miðbæjarreits og er fyrsta skref í deiliskipulagsferli.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og leita umsagna um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða deiliskipulagslýsingu, og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og leita umsagna um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna breytingu deiliskipulags Sólbakka þegar lokaútgáfa af deiliskipulagsuppdrætti er tilbúin frá hönnuði.
Kynnt verði fyrir landeigendum að Hálsi, Hálsabóli og Mýrum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, sem er ákvæði um óverulega deiliskipulagsbreytingu.
Ennfremur bendir nefndin á að heimilt er að stytta grenndarkynningartíma að uppfylltum ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulagsins og að annast annan frágang málsins.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum húsa að Hlíðarvegi 10, Borgarbraut 10 og Fossahlíð 1 og 3, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Þá heimilar nefndin að grenndarkynningu ljúki áður en 4 vikna frestur er útrunninn ef skilyrði 3. mgr. 44 gr. eru uppfyllt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Skipulagsfulltrúi greindi frá samskiptum við eiganda lóðar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna vegtengingar við þjóðveg og að sent verði bréf á nýjan landeiganda Hamra og hann upplýstur um samskipti við lóðarhafa og Vegagerðina, áður en framkvæmdaleyfi verði gefið út.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að málinu sé lokið með þessum hætti.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu atriði þessa fundar hafnarstjórnar, til upplýsingar.
BÁ tók aftur sæti á fundinum að þessum lið loknum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrir sitt leyti, að hér sé á ferðinni áhugaverð hugmynd sem vert sé að skoða, en að hún muni kalla á skipulagsbreytingar.
Nefndin vekur athygli á að um er að ræða umfangsmikið svæði, eins og það er afmarkað í erindinu, og telur að ekki liggi fyrir forsendur á þessu stigi, til að taka ákvörðun sem skuldbinda muni bæinn við kaup eða leigu á landinu í heild eða hluta.
Bókun fundar
Vísað er til umfjöllunar um málið undir sér dagskrárlið, nr. 12, síðar á fundinum.