Málsnúmer 2509001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 301. fundur - 11.09.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 271. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Lögð fram skipulagslýsing fyrir gerð blágræns ofanvatnsskipulags, sem verður rammahluti Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039. Um er að ræða stefnumótun í fráveitumálum og um leið stefnu fyrir þróun almenningsrýma (opin svæði) í bænum.

    Verkefnið er liður í framfylgd stefnu aðalskipulagsins um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í þéttbýlinu, og hluti af Life-ICEWATER-styrkverkefni bæjarins. Sótt verður um framlag úr Skipulagssjóði þar sem um er að ræða vinnu við rammahluta aðalskipulags með nokkra sérstöðu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Halldóra Hreggviðsdóttir og Dóra Hrólfsdóttir skipulagsráðgjafar hjá Alta eru gestir fundarins undir þessum lið.

    Halldóra rifjaði upp helstu atriði í stefnu um blágrænt fráveituskipulag og fordæmi frá öðrum svæðum.

    Dóra fór yfir skipulagslýsingu fyrir skipulagið, sem verður einn af rammahlutum aðalskipulags.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um framlag í Skipulagssjóð vegna verkefnisins.

  • Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er sett fram sú stefna að bæta megi við íbúðarlóðum vestast á Grundargötu, neðan götu.

    Bæjarstjórn hafði forgangsraðað skipulagsverkefnum síðustu ára og var þetta verkefni á dagskrá eftir að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis og Ölkeldudals væri lokið, sem og á eftir miðbæ og Framnesi, en þau verkefni eru í gangi núna.

    Nú er hafin undirbúningsvinna sem miðar að því að til verði nokkrar nýjar íbúðarlóðir á þessum stað. Málið kynnt.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að hafin sé skipulagsvinna sem miði að því að til verði sjávarlóðir á þessum fallega stað, fyrir íbúðarhús.

    Fram kom að mögulega þyrfti að gera lítilsháttar breytingu á aðalskipulagi, þannig að litlu svæði af austasta hluta AF-1, sem er afþreyingar- og ferðamannasvæði, verði bætt við íbúðarsvæðið ÍB-4.

    Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu og láta vinna skipulagslýsingu, eftir atvikum.

    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu, m.a. með gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu.

  • Arnar Kristjánsson fulltrúi í hafnarstjórn kom inná fundinn í fjarfundi undir þessum lið og sat einnig fundinn undir dagskrárlið nr. 4.

    Í aðalskipulagi hafnarsvæðis hefur í áratugi verið gert ráð fyrir nýrri vegtengingu frá þjóðvegi 54 neðan Grafarbæja og að norðurhluta hafnarsvæðis. Í yfirstandandi skipulagsvinnu hafnarinnar hefur einmitt komið fram þörf fyrir að tengja betur saman umferðarleiðir á hafnarsvæðinu við þjóðveg og horfa á aðgengi og öryggismál í víðara samhengi en upphaflega var gert ráð fyrir.

    Verið er að skipuleggja nýja þjóðbraut inn á hafnarsvæðið og samhliða aukinni bílaumferð þarf að tryggja öryggi skipagesta sem fara um hafnarsvæðið á hverju sumri, iðulega samhliða löndun og annarri starfsemi.

    Því er talið nauðsynlegt að skipuleggja aðgengi á hafnarsvæðinu í heild allt frá Norðurgarði að Suðurgarði, þannig að deiliskipulagsvinnan gefi færi á að ná heildarmynd af fyrirkomulagi mannvirkja, leiðakerfis og umferðarflæðis innan hafnarsvæðisins.

    Af þessum sökum eru lögð til breytt mörk skipulagssvæðisins frá síðustu afgreiðslu, þar sem skipulagslýsing var samþykkt af hafnarstjórn 19. ágúst sl., skipulags- og umhverfisnefnd 20. ágúst sl. og bæjarráði 28. ágúst sl.

    Lagt er til að undir deiliskipulagssvæði suður, sem nú er í vinnslu falli Norðurgarður og jafnframt hluti af lóðinni að Nesvegi 4, skv. nánari afmörkun sem fylgir. Sjá einnig mál nr. 4 á dagskrá fundarins.

    Ennfremur er lögð til breyting á heiti deiliskipulagsins (og þar með málsins í One), sem verði "Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar".

    Skipulagslýsingin, með þessum breytingum á mörkum svæðisins og heiti, er lögð fyrir nefndina til samþykktar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Herborg Árnadóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar frá Alta, eru í fjarfundi undir þessum lið. Herborg fór yfir tillöguna og rætt var um hana.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að mörkum skipulagssvæðisins verði breytt í samræmi við framangreint og að hluti af „Deiliskipulagi Framness austan Nesvegar“ (mál 2301003) sameinist deiliskipulagi suðurhluta hafnarsvæðisins undir breyttu heiti, þ.e. Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar.

    Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða skipulagslýsingu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt til auglýsingar skv. 40. gr. skipulagslaga.

    Ennfremur er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.

    Fulltrúar úr hafnarstjórn, Arnar og Björg, styðja þessa tillögu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á breyttum mörkum deiliskipulagssvæðisins og á heiti deiliskipulagsins.

    Bæjarstjórn samþykkir einnig framlagða skipulagslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og leita umsaga skv. 40. gr. skipulagslaga.

    Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.

  • Farið er yfir vinnugögn sem snerta deiliskipulag fyrir hafnarsvæði norður, þ.e. deiliskipulag vegna Framness austan Nesvegar, sem unnin voru af EFLU og þegar hafa verið auglýst.

    Með hliðsjón af bókun um síðasta dagskrárlið eru lögð til breytt mörk skipulagssvæðisins, og lagt til að tillagan verði endurauglýst, þannig breytt, í samræmi við fyrirliggjandi gögn, sem á þó eftir að vinna nánar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur áður samþykkt að "miðsvæði", sem er hluti af deiliskipulagi (óbirtu) fyrir Framnes austan Nesvegar, verði tekið inn sem hluti af deiliskipulagsvinnu fyrir suðurhluta hafnarsvæðis.

    Til viðbótar því samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd nú, að Norðurgarður og sá hluti lóðar við Nesveg 4, sem snýr að miðsvæði hafnar, verði unnið sem hluti af deiliskipulagi fyrir suðurhluta (nú "Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar" sbr. dagskrárlið 3). Samþykkt samhljóða.

    Fulltrúar úr hafnarstjórn, Arnar og Björg, styðja þessa tillögu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á breyttum mörkum deiliskipulagsins og jafnframt að tillagan verði endurauglýst, þannig breytt, þegar endanlega unnin gögn liggja fyrir.

    Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.

  • Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er fremst á Framnesi gert ráð fyrir atvinnustarfsemi sem fellur undir landnotkunarflokkinn "verslun og þjónusta", þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu.

    Bæjarstjórn hyggst koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3 í samræmi við stefnu aðalskipulags, og lagði bæjarráð til á 641. fundi sínum að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa fremst á Framnesi, svo hafist geti þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.



    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Undir þessum lið er farið yfir þær forsendur og heildarsýn skv. aðalskipulagi, sem lagðar verða til grundvallar í komandi vinnu við samningsgerð um svæðið.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að við framtíðaruppbyggingu svæðisins sé þetta opið svæði sem nýtist bæði heimamönnum og gestum og að uppbygging verði lyftistöng fyrir samfélagið allt.

    Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með framlögð vinnugögn og fellst fyrir sitt leyti á að byggja á þessari nálgun þegar kemur að viðræðum vegna þróunar svæðisins.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en vísar annars til þess að málið er sérstakur liður á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar.
  • Lögð fram skipulagslýsing (drög) fyrir deiliskipulag á svonefndum Miðbæjarreit í Grundarfirði en ekki er til deiliskipulag til fyrir reitinn.

    Skipulag á reitnum er liður í því að framfylgja stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 um að miðbærinn skuli vera samkomustaður þar sem fólk hittist í daglegum erindum og til að njóta samveru, auk þess að vera helsti viðkomu- og móttökustaður ferðafólks í bænum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Dóra Hrólfsdóttir ráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið og fer yfir deiliskipulagslýsinguna.

    Deiliskipulagslýsingin er í samræmi við samþykkta aðalskipulagsbreytingu vegna miðbæjarreits og er fyrsta skref í deiliskipulagsferli.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og leita umsagna um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða deiliskipulagslýsingu, og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og leita umsagna um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Á 267. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að deiliskipulagsbreyting á Sólbakka væri óveruleg og yrði því grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr., sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig var óskað eftir óverulegum lagfæringum á deiliskipulagsuppdrætti.

    Eftir að grenndaraðilar höfðu staðfest óleiðréttan uppdrátt með undirritun sinni óskaði landeigandi eftir því að fullbyggðu frístundahúsi í landi Sólbakka yrði breytt í íbúðarhús, og var það tekið fyrir á 269. fundi skipulags- og umhverfisnefndar (mál 2505013). Var það niðurstaða nefndarinnar í því máli að um óverulega breytingu deiliskipulags væri að ræða.

    Nú hefur borist lagfært deiliskipulag með breyttri notkun húsnæðis.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna breytingu deiliskipulags Sólbakka þegar lokaútgáfa af deiliskipulagsuppdrætti er tilbúin frá hönnuði.

    Kynnt verði fyrir landeigendum að Hálsi, Hálsabóli og Mýrum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, sem er ákvæði um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

    Ennfremur bendir nefndin á að heimilt er að stytta grenndarkynningartíma að uppfylltum ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulagsins og að annast annan frágang málsins.
  • Málinu var vísar til skipulags- og umhverfisnefndar af byggingarfulltrúa, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.

    Um er að ræða útlitsbreytingu bílskúrs að Hlíðarvegi 12. Hækka á þak þannig að vatnshalli verði á bílskúr sem nú er með flötu þaki. Bílskúrinn stendur við lóðamörk á Hlíðarvegi 10.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum húsa að Hlíðarvegi 10, Borgarbraut 10 og Fossahlíð 1 og 3, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

    Þá heimilar nefndin að grenndarkynningu ljúki áður en 4 vikna frestur er útrunninn ef skilyrði 3. mgr. 44 gr. eru uppfyllt.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.

  • Skipulagsfulltrúi greindi frá samskiptum sínum við landeigendur Hamra frá síðasta fundi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúi greindi frá samskiptum við eiganda lóðar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna vegtengingar við þjóðveg og að sent verði bréf á nýjan landeiganda Hamra og hann upplýstur um samskipti við lóðarhafa og Vegagerðina, áður en framkvæmdaleyfi verði gefið út.

    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að málinu sé lokið með þessum hætti.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • BÁ víkur af fundi undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar fundargerð af aukafundi hafnarstjórnar þann 3. september sl. Boðað var til fundarins vegna fyrirspurnar frá fasteignasala um skipulagsskilmála á lóð D á Norðurgarði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu atriði þessa fundar hafnarstjórnar, til upplýsingar.


    BÁ tók aftur sæti á fundinum að þessum lið loknum.
  • Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, en þann 23. október nk. heldur Skipulagsstofnun hinn árlega Skipulagsdag. Viðburðurinn er haldinn á Grandhótel og verður einnig í beinu streymi.
    Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna um skipulagsmál þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi í málaflokknum hverju sinni. Nánari upplýsingar og dagskrá verða birt á heimasíðu Skipulagstofnunar þegar nær dregur.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
  • Nefndin fær til umsagnar erindi Halldórs Hildimundarsonar, dags. 12. ágúst 2025, um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð (landi) í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að beiðandi geti látið fara fram kostgæfnisathugun í samstarfi við fjárfesta.

    Beiðnin felur í sér að viðkomandi lóð (land) verði ekki boðin öðrum til sölu á tímabilinu, né verði skipulagsskilmálum hennar breytt. Um er að ræða afmarkað svæði fyrir mannvirki, ofan þéttbýlis.

    Erindinu verður svarað af bæjarstjórn, en nefndin hefur það til umsagnar vegna skipulagsþáttar málsins.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrir sitt leyti, að hér sé á ferðinni áhugaverð hugmynd sem vert sé að skoða, en að hún muni kalla á skipulagsbreytingar.

    Nefndin vekur athygli á að um er að ræða umfangsmikið svæði, eins og það er afmarkað í erindinu, og telur að ekki liggi fyrir forsendur á þessu stigi, til að taka ákvörðun sem skuldbinda muni bæinn við kaup eða leigu á landinu í heild eða hluta.

    Bókun fundar Vísað er til umfjöllunar um málið undir sér dagskrárlið, nr. 12, síðar á fundinum.