Málsnúmer 2509004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 302. fundur - 09.10.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 642. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 642
  • Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2025. Bæjarráð - 642 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,8% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • .3 2505019 Launaáætlun 2025
    Lagt fram yfirlit yfir raunlaun og áætlun fyrir tímabilið janúar-ágúst 2025.
    Bæjarráð - 642 Útgreidd laun í janúar til ágúst eru undir launaáætlun tímabilsins.
  • Ákvörðun um álagningarprósentu útsvars 2026.
    Bæjarráð - 642 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,97%.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,97%. Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2026, sundurliðuð niður á álagningarflokka.
    Bæjarráð - 642 Bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2026 kynnt. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • .6 2509012 Gjaldskrár 2026
    Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga 2025.
    Bæjarráð - 642 Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð og rætt um breytingar á þeim.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 ásamt forsenduspá.
    Bæjarráð - 642 Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.
  • .8 2501025 Framkvæmdir 2025
    Yfirferð helstu framkvæmda.
    Bæjarráð - 642 Farið yfir verkefni í vinnslu með Nönnu.

    Nanna og Björg sögðu frá helstu framkvæmdum við götur og gangstéttir.

    Búið er að gera verklokaúttekt á gangstéttarframkvæmdum og regnbeðum í neðanverðum Hrannarstíg. Fyrirhuguð er plöntun í beðin á næstunni. Gert er ráð fyrir að beðin séu lifandi og þurfi endurnýjun reglulega.

    Malbikuð var hraðahindrun við austanverða Grundargötu, í samvinnu við Vegagerðina, sem kostar framkvæmdina. Sagt var frá öðrum gangstéttarframkvæmdum og fleiru.

    Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við að byggja palla við austanverðan Kirkjufellsfoss og stöðu þess verkefnis, sem unnið er fyrir styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

    Nönnu var þakkað fyrir komuna.
  • Lagt fram erindi Tryggva Hafsteinssonar með beiðni um leiguhúsnæði fyrir píluaðstöðu. Áhugi félagsins er að leigja kjallara að Grundargötu 30.
    Bæjarráð - 642 Bæjarráð tekur vel í erindið.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsfólk pílufélagsins og afla frekari upplýsinga.

    Samþykkt samhljóða.
  • Farið yfir stöðu orkuskiptaverkefnisins og úthlutun styrks sem tilkynnt var í gær.
    Bæjarráð - 642 Bjarni Már Júlíusson ráðgjafi kom inn á fundinn í fjarfundi.

    Bjarni Már sagði frá prófunum sem fram fóru á tveimur borholum við íþróttahús fyrr í september, þar sem reynt er að koma í veg fyrir að leir trufli varmaskipta sem tengdir eru inná varmadælukerfi skóla- og íþróttamannvirkjanna.

    Bæjarstjóri sagði frá því að í gær hefði Grundarfjarðarbær fengið úthlutað 18,55 millj. kr. í þetta verkefni og er ætlunin að nýta það fé í að bæta orku inná kerfið, hvort sem það verður gert með borholum eða öðrum hætti.

    Rætt um nýtingu jarðvarma í borholum og um möguleikann á plægingu lagna í jörðu, til að bæta við orku inná kerfið.

    Bæjarráð samþykkir að fara í viðbótarorkuöflun í samræmi við umræður fundarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • .11 2508023 Fjallskil 2025
    Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar vegna fjallskila 2025.
    Bæjarráð - 642
  • Skv. pósti dags. 19. september 2025 hafa sveitarfélögin þrjú tilnefnt til ráðuneytisins, eftirtalin:

    Arnar Kristjánsson aðalm.
    Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir til vara
    Bæjarráð - 642
  • Lögð fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga með samantekt til sveitarfélaga eftir fund sambandsins og framkvæmdastjóra sveitarfélaga.
    Bæjarráð - 642
  • Lögð fram til kynningar skýrsla Hafnasambands Íslands um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040. Um er að ræða stefnumótandi greiningu og fjárfestingarmat.
    Bæjarráð - 642
  • Lagt fram til kynningar boð um samráð vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
    Bæjarráð - 642 Bókun fundar Bæjarstjóra falið að leggja inn umsögn bæjarstjórnar um frumvarpið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar bréf Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ), dags. 10. sept. sl., um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.
    Bæjarráð - 642