Lagt fram til kynningar bréf frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands dags. 10. september 2025, til allra sveitarfélaga á Íslandi, skipulagsyfirvalda og sveitarstjórna, um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Efni bréfsins er um það, ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að séu sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ. Almennt eru ekki greiddar bætur fyrir hús eða annað mannvirki, sem skemmist, ef það er reist á stað sem almennt var vitað fyrirfram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni.