Málsnúmer 2509022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 642. fundur - 25.09.2025

Lagt fram erindi Tryggva Hafsteinssonar með beiðni um leiguhúsnæði fyrir píluaðstöðu. Áhugi félagsins er að leigja kjallara að Grundargötu 30.

Bæjarráð tekur vel í erindið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsfólk pílufélagsins og afla frekari upplýsinga.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 302. fundur - 09.10.2025

Bæjarráð tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum 25. september sl. og fól bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsfólk pílufélagsins og afla frekari upplýsinga.



Bæjarstjóri, íþrótta- og tómstundafulltrúi og forstöðumaður menningar- og markaðsmála funduðu með Tryggva Hafsteinssyni 29. sept. sl., sbr. framlagða minnispunkta bæjarstjóra.



Jafnframt óskaði bæjarstjóri eftir skoðun byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra á rýminu og liggja fyrir minnispunktar þeirra frá 6. október sl.



Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum er nú til afgreiðslu framangreind beiðni Pílufélagsins/UMFG um að fá rýmið til afnota.

Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa umræddu rými í kjallara hússins að Grundargötu 30 til Pílufélagsins/UMFG, skv. frekari skilmálum í leigusamningi sem gerður verði.

Húsnæðið sem um ræðir verði afhent aðilunum til afnota að mestu í því ástandi sem það er nú og þeim heimilað að fara í endurbætur sem nauðsynlegar eru til að rýmið nýtist sem best. Breytingar og framkvæmdir í rýminu verði unnar skv. skriflegri áætlun og í samráði við Grundarfjarðarbæ. Hugað verði sérstaklega að aðskilnaði rýmisins frá skrifstofum sem leigðar eru út á efri hæðinni, hugað verði að neyðarmerkingum og -lýsingu, sett verði ákvæði í samning aðila um umgengni fyrir aðstöðuna, ákvæði um tímalengd og fleira.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi um rýmið á þessum nótum, í samvinnu við forstöðumann menningar- og markaðsmála, sem hefur umsjón með þessu húsnæði.

Samþykkt samhljóða.