Bæjarráð tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum 25. september sl. og fól bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsfólk pílufélagsins og afla frekari upplýsinga.
Bæjarstjóri, íþrótta- og tómstundafulltrúi og forstöðumaður menningar- og markaðsmála funduðu með Tryggva Hafsteinssyni 29. sept. sl., sbr. framlagða minnispunkta bæjarstjóra.
Jafnframt óskaði bæjarstjóri eftir skoðun byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra á rýminu og liggja fyrir minnispunktar þeirra frá 6. október sl.
Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum er nú til afgreiðslu framangreind beiðni Pílufélagsins/UMFG um að fá rýmið til afnota.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsfólk pílufélagsins og afla frekari upplýsinga.
Samþykkt samhljóða.