Skipulagslýsing fyrir nýtt Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 14. til 31. október sl.
Um er að ræða 24,9 hektara svæði sem nær yfir Norðurgarð, Miðgarð og Suðurgarð hafnarinnar, auk aðliggjandi landsvæðis, en einnig er gert ráð fyrir stækkun hafnarsvæðisins og nýrri vegtengingu við þjóðveg 54.
Lögð er fram samantekt á umsögnum sem bárust á auglýsingatíma, en alls bárust níu umsagnir, allar frá opinberum umsagnaraðilum. Vakin er athygli á því að umsögn Skipulagsstofnunar hefur ekki borist og hefur stofnunin sent tilkynningu um tafir á afgreiðslu til 17. nóvember nk.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Herborg Árnadóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta eru gestir fundarins í fjarfundi undir dagskrárliðum 1, 2 og 3 vegna hafnarinnar. Auk þess sitja fundinn undir sömu dagskrárliðum bæjarfulltrúarnir Sigurður Gísli Guðjónsson, í fjarfundi, og Garðar Svansson, sem jafnframt er fulltrúi í hafnarstjórn.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Ekki er þörf á að svara umsögnum sem berast við skipulagslýsinguna. Umsagnir voru hins vegar nýttar við frekari mótun fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi á vinnslustigi, sbr. næsta dagskrárlið.
Umsögn Skipulagsstofnunar hefur ekki borist en það kemur þó ekki í veg fyrir afgreiðslu málsins að mati skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem hægt verður bregðast við ábendingum Skipulagsstofnunar við gerð endanlegrar skipulagstillögu til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga.
Lögð er fram tillaga að Deiliskipulagi Grundarfjarðarhafnar á vinnslustigi, dags. 7. nóvember 2025, til meðferðar hjá skipulags- og umhverfisnefnd, ásamt greinargerð með tilkynningu til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu stækkunar hafnarsvæðisins, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sem er fylgigagn með deiliskipulaginu.
Tillagan hefur verið afgreidd af hafnarstjórn, sem hefur jafnframt tekið þátt í gerð tillögunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að vinnslutillagan verði auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga.
Mánudaginn 17. nóvember nk. eru fyrirhugaðir þrír kynningar- og samráðsfundir um Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar á vinnslustigi; opinn fundur með íbúum og öðrum áhugasömum, opinn fundur með fulltrúum fyrirtækja og atvinnulífs og auk þess sérstakur fundur með eigendum húsa sem liggja að fyrirhugaðri landfyllingu og nýrri vegtengingu innan deiliskipulagssvæðisins sunnanverðs.
Rætt var um heiti á nýrri götu, sem einnig er væntanlegur þjóðvegur sem vegtenging við hafnarsvæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hafnarstjórn verði falið að finna heiti á nýju götuna, enda liggur hún um hafnarsvæðið. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna, með þeim fyrirvara að lóðarmörk við Borgarbraut 1 verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag milli lóðarhafa og bæjarins og uppdráttur verði uppfærður m.t.t. þeirra breytinga.
Samþykkt samhljóða.
Mánudag 17. nóvember nk. eru fyrirhugaðir samráðsfundir um tillöguna.
Lögð var fram greinargerð í samræmi við dagskrárlið 3 "Stækkun hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar sunnan Miðgarðs", sem er fylgigagn með tilkynningu til Skipulagsstofnunar um ákvörðun um matsskyldu stækkunarinnar, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að framangreind greinargerð verði send Skipulagsstofnun.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir að tilkynna Skipulagsstofnun um fyrirhugaða stækkun hafnarsvæðis, í samræmi við sambærilega ákvörðun framar í dagskránni, undir 23. fundargerð hafnarstjórnar, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagslýsing fyrir nýtt Deiliskipulag miðbæjarreits var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 30. september til 28. október sl.
Um er að ræða reit sem nær yfir fjórar samliggjandi lóðir miðsvæðis í Grundarfirði, þ.e. Grundargötu 31 og 33 og Hamrahlíð 6 og 8. Skipulag reitsins er liður í að framfylgja stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 um að miðbærinn skuli vera samkomustaður þar sem fólk hittist í daglegum erindum og til að njóta samveru, auk þess að vera helsti viðkomu- og móttökustaður ferðafólks í bænum.
Lögð er fram samantekt á umsögnum sem bárust á auglýsingatíma, en alls bárust átta umsagnir opinberra umsagnaraðila.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir í fjarfundi undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Ekki er þörf á viðbrögðum við umsögnum um skipulagslýsingu en nefndin leggur áherslu á að ábendingar í umsögnum verði hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi skipulagsvinnu.
Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar er nú lögð fram tillaga að skipulagslýsingu sem er sameiginleg fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Háubökkum og fyrir tilheyrandi breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Málinu er nánar lýst undir dagskrárlið nr. 6, en liðirnir eru ræddir samtímis á fundinum.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir fundarins undir þessum lið og þeim næsta. Auk þess sitja bæjarfulltrúarnir Sigurður Gísli Guðjónsson og Garðar Svansson fundinn undir sömu dagskrárliðum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag vegna Háubakka til auglýsingar, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Í samræmi við bókun undir dagskrárlið nr. 6, leggur nefndin til að í skipulagsvinnunni verði sérstaklega horft til aðgengis og skoðaðar mismunandi útfærslur m.t.t. gangandi og akandi vegfarenda og tenginga við Grundargötu. Sérstaklega sé mikilvægt að tryggja öruggt aðgengi gangandi um skipulagssvæðið. Bókun fundarGS og BÁ tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags fyrir Háubakka, vegna viðbótarlóða við meðanverða Grundargötu, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga.
Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar er nú lögð fram sameiginleg tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Háubökkum. Breyting á aðalskipulagi snýst um stækkun á reitnum ÍB-4, íbúðarsvæði, sem nær yfir Sæból og botnlanga vestast á Grundargötu, þar sem nokkrum íbúðarlóðum er bætt við vestast á reitnum, neðan Grundargötu.
Skipulagssvæðið afmarkast af strandlínunni til norðurs, lóð Grundargötu 98 til austurs og Grundargötu til suðurs. Afmörkun á mögulegri stækkun til vesturs verður skilgreind nánar á grunni ákvarðana um mótun deiliskipulagsins, eftir því hversu mörgum lóðum verður komið fyrir, að teknu tilliti til lækjar sem rennur í gegnum svæðið, mögulegrar notkunar afþreyingarsvæðis að vestanverðu o.fl. Svæðið er u.þ.b. einn hektari að stærð. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi mun taka mið af landþörf deiliskipulagsins.Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu (vegna aðalskipulagsbreytingar) til auglýsingar, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga, en leggur til að í skipulagsvinnunni verði sérstaklega horft til aðgengis og skoðaðar mismunandi útfærslur m.t.t. gangandi og akandi vegfarenda og tenginga við Grundargötu. Sérstaklega væri mikilvægt að tryggja öruggt aðgengi gangandi um skipulagssvæðið. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags fyrir Háubakka, vegna viðbótarlóða við meðanverða Grundargötu, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagslýsing fyrir nýjan rammahluta aðalskipulags fyrir blágrænar ofanvatnslausnir í Grundarfirði var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 2. til 30. október 2025 sl.
Verkefnið er liður í að framfylgja stefnu aðalskipulagsins um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í öllu þéttbýlinu og um leið stefnumótun fyrir þróun almenningsrýma í bænum.
Samtals bárust níu umsagnir, allar frá opinberum umsagnaraðilum, og er lögð fram samantekt þessara umsagna.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Halldóra Hrólfsdóttir og Herborg Árnadóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir fundarins í fjarfundi undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um framkomnar umsagnir. Ekki er þörf á viðbrögðum við umsögnum um lýsinguna, en skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að ábendingar verði hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi skipulagsvinnu.
Lögð fram til kynningar gögn frá Öryrkjabandalagi Íslands, til handargagns fyrir aðgengisfulltrúa sveitarfélaga.
Nanna Vilborg Harðardóttir er aðgengisfulltrúi Grundarfjarðarbæjar og sagði hún frá því að hún væri að heimsækja stofnanir bæjarins til yfirferðar um aðgengismál, ásamt forstöðumönnum viðeigandi stofnunar.
Lagt fram til kynningar bréf frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands dags. 10. september 2025, til allra sveitarfélaga á Íslandi, skipulagsyfirvalda og sveitarstjórna, um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Efni bréfsins er um það, ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að séu sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ. Almennt eru ekki greiddar bætur fyrir hús eða annað mannvirki, sem skemmist, ef það er reist á stað sem almennt var vitað fyrirfram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Almenn umræða varð um efni bréfsins og skilgreind svæði í aðalskipulagi m.t.t. náttúruvár.
Umræða um eftirfylgni umhverfisrölts frá því í sumar og helstu áskoranir varðandi umhverfi og ásýnd svæða í Grundarfirði.
Vísað var í eldri erindi Hesteigendafélags Grundarfjarðar, umhverfisrölt nefndarinnar um hesthúsahverfi og samskipti því tengd við fulltrúa félagsins, sem og eftirfylgni við deiliskipulagsskilmála svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 272Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir fundi með stjórn Hesteigendafélags Grundarfjarðar til umræðu um framangreind mál.