303. fundur 13. nóvember 2025 kl. 14:00 - 16:55 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Ágústa Einarsdóttir tekur nú aftur sæti sitt, frá og með þessum fundi, að afloknu fæðingarorlofi og leyfi frá störfum bæjarstjórnar.

Gengið var til dagskrár.

Forseti leggur til að tekin verði á dagskrá fundarins, með afbrigðum, 23. fundargerð hafnarstjórnar, frá því fyrr í dag. Verður hún dagskrárliður nr. 10 og færast aðrir dagskrárliðir aftar sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá því að haustfundur SSV var haldinn 29. október sl. á Akranesi. Signý Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sóttu þingið.



Forseti sagði frá því að hann, Garðar Svansson bæjarfulltrúi og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri hafi í gær hitt fulltrúa Snæfellsbæjar, til almenns samtals um sameiningarmál, sbr. fyrri bókanir bæjarstjórnar. Sjá nánar um það í minnispunktum bæjarstjóra.



Dagsetningar fyrir næstu fundi bæjarráðs ákveðnar.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að efna til opins húss, fyrir íbúa, milli fyrri og síðari umræðu, til kynningar og umræðu á helstu verkefnum bæjarins og fjárhagsáætlun 2026.



3.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Enn ræðir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar um samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar. Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes.



Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af bágbornu og hættulegu ástandi þjóðveganna á Snæfellsnesi. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendur. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga.

Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ítrekar fjölmargar fyrri bókanir sínar um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar og óskir um stóraukna fjármuni til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á þjóðvegi 54, nú þegar tillaga að samgönguáætlun komandi ára fer að líta dagsins ljós.

4.Bæjarráð - 643

Málsnúmer 2510003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 643. fundar bæjarráðs.

  • Farið í heimsóknir í stofnanir bæjarins. Bæjarráð - 643 Heimsókn í slökkvistöðina, Borgarbraut 16.

    Valgeir Þ. Magnússon slökkviliðsstjóri tók á móti bæjarráðsfulltrúum í slökkvistöðinni. Hann sýndi húsnæðið, en aðstaða liðsins nær nú yfir alla neðri hæðina á Borgarbraut 16. Til stendur að bæta aðstöðu til að geyma búninga slökkviliðsmanna. Hirslur munu færast yfir í austurhluta hússins og verða þá ekki lengur í sama rými og slökkvibílarnir, einnig mun hver og einn fá sinn sérstaka skáp eða hólf.
    Rætt um loftpressu sem þarf að endurnýja, um hvaða möguleikar séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja og kaupa nýjan slökkvibíl, um samstarf slökkviliða o.fl.

    Valgeiri var þakkað fyrir móttökurnar og haldið í næstu heimsókn.

    ---

    Heimsókn í þjónustumiðstöð, Nesvegi 19, sem hýsir áhaldahús og eignaumsjón.

    Þar tóku á móti bæjarráði þau Elvar Þór Gunnarsson, bæjarverkstjóri, Bergvin Sævar Guðmundsson, eignaumsjónarmaður og Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir starfsmaður þjónustumiðstöðvar.

    Rætt var um helstu verkefni, um tæki og tækjakaup og fleira. Ný Avant 860 vinnuvél var keypt á árinu, gamli Avant-inn er þó enn óseldur. Keypt voru rafmagnssláttuorf og ný sláttuvél sl. vor. Rætt var um umbætur á lóð áhaldahússins, en í sumar var plan norðan og austan við húsið malbikað.

    Að lokum var starfsmönnum þjónustumiðstöðvar þakkað fyrir móttökurnar og samtalið.

    ---

    Heimsókn í Leikskólann Sólvelli, Sólvöllum 1.

    Þar tók á móti bæjarráði Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Sólvalla.
    Í leikskólanum eru nú 32 börn. Heiðdís sagði frá starfseminni og sýndi aðstöðuna, einkum þær breytingar sem orðið hafa á árinu.

    Farið var í nýja gróðurhúsið sem kom í júní sl., þar er ýmislegt ræktað en einnig eru gróðurkassar úti. Einnig eru komnar fjórar hænur í hluta gróðurhússins og hafa þær sitt eigið útisvæði. Skoðaðar voru umbætur sem fóru fram á lóð leikskólans sl. sumar. Nýjar rólur voru settar upp, á nýjum stað, nýr sandkassi byggður á nýjum stað, lögð var malbikuð hjólabraut í stóra garðinn og málaðar á hana umferðarmerkingar, auk þess sem girðing og leiktæki voru máluð.

    Að því búnu var farið inn í leikskólann og sýndi leikskólastjóri þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsi og aðstöðu. Nefna má ný gólfefni í eldhúsi og inná drekadeild, ný föndurstofa útbúin á drekadeild, keypt voru og sett upp salerni í stærð/hæð barnanna á drekadeild, og skemmtilegar myndskreytingar gerðar á veggi. Síðar í október er von á nýjum gardínum og nýrri útihurð með sjálfvirkri opnun í aðalinngangi.

    Verið er að skoða hvernig nýta megi anddyri og fatageymslu betur.

    Heiðdísi var í lokin þakkað fyrir móttökuna og upplýsingar.

5.Bæjarráð - 644

Málsnúmer 2510004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 644. fundar bæjarráðs.

  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 644
  • 5.2 2502020 Greitt útsvar 2025
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2025.
    Bæjarráð - 644 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Framhaldsumræða. Lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
    Bæjarráð - 644 Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 5.4 2509012 Gjaldskrár 2026
    Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
    Bæjarráð - 644 Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2026 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld og tengd gjöld þarfnast endurskoðunar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagðar fram umsóknir sem borist hafa um styrki árið 2026, ásamt yfirliti.
    Bæjarráð - 644 Umsóknir yfirfarnar og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram drög að tekjuáætlun ársins 2026.
    Bæjarráð - 644 Farið yfir drög að tekjuáætlun og vinna við fjárhagsáætlun rædd.

    Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Borgarbraut 8, landnr. L136670, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.
    Lóðin er skráð 411,5 ferm. í Landeignaskrá fasteigna, en skv. þinglýstum lóðarleigusamningi er hún 725 ferm. Leiðrétt stærð nú verður 614,7 ferm., eins og nánar er lýst í merkjalýsingu.
    Bæjarráð - 644 Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Borgarbraut 8.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða nýtt lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Borgarbraut 8.

6.Bæjarráð - 645

Málsnúmer 2510007FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 645. fundar bæjarráðs.

  • Lögð fram eftirfarandi erindi;

    - Tölvupóstur dags. 23. október 2025 frá Lilju Magnúsdóttur f.h. undirbúningshóps um kvennafrí í Grundarfirði. Í erindinu kemur fram að hópurinn hafi boðað viðburð klukkan 10 á föstudagsmorgninum, í Grundarfirði, og er í erindinu hvatt til þess að Grundarfjarðarbær greiði þeim konum/kvárum laun sem taka vilji þátt í boðaðri dagskrá í Grundarfirði.
    - Erindi formanns Verkalýðsfélags Snæfellinga, dags. 23. október 2025, bréf/hvatning vegna þátttöku í kvennafrídegi 2025 og fyrirspurn í tölvupósti um launagreiðslur þennan dag.
    - Tölvupóstur frá formanni Kjalar, stéttarfélags, dags. 23. október 2025, varðandi launagreiðslur í kvennaverkfalli.

    Einnig lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra til forstöðumanna hjá bænum, þar sem fram kom að Grundarfjarðarbær myndi greiða laun kvenna og kvára í tilefni dagsins, frá kl. 13:00 þann dag, og var það í samræmi við afstöðu flestra annarra sveitarfélaga.

    Bæjarráð - 645 Þar sem þessi dagur er ekki kjarasamningsbundinn frídagur (hvorki almennt né fyrir konur/kvár sérstaklega), þá var fjarvera þennan daginn háð samþykki stjórnenda. Grundarfjarðarbær beindi hinsvegar þeim tilmælum til forstöðumanna að styðja við Kvennaverkfall/Kvennafrídag og greiða götu kvenna og kvára til þátttöku í deginum, svo hægt væri að fylgjast með dagskrá á Arnarhóli og samtíma dagskrá í heimabyggð án tekjumissis, frá kl. 13:00 þann dag. Skipuleggja þyrfti starfsemi bæjarins m.t.t. þess.
    Þetta var í samræmi við skipulagða opinbera dagskrá Kvennaverkfallsins 2025 og í takti við það sem flestir aðrir vinnuveitendur gerðu, sem og fyrirliggjandi dagskrár víða um land.

    Sveitarfélagið ber ábyrgð gagnvart öllum sínum hagaðilum, m.a. vegna lögbundinnar almannaþjónustu. Engum var meinuð þátttaka í heilsdags dagskrá í heimabyggð, en óskir um launaða fjarveru allan daginn voru seint fram komnar og gáfu ekki svigrúm til afgreiðslu af hálfu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð fagnar frumkvæði og drifkrafti grundfirskra kvenna, sem skipulögðu dagskrá dagsins. Bæjarráði þykir miður að ósk um launað frí, allan daginn, hafi borist seint þannig að ekki gafst svigrúm til afgreiðslu þess. Bæjarráð samþykkir að konur úr hópi bæjarstarfsmanna, sem tóku þátt í kvennaverkfalli 2025 í Grundarfirði, fái greidd laun allan daginn.

    Samþykkt samhljóða.


7.Bæjarráð - 646

Málsnúmer 2510006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 646. fundar bæjarráðs.

  • Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 2, landnr. L201174, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.

    Lóðinni var úthlutað á síðasta ári, en gerð lóðablaðs kemur í kjölfar gildistöku nýs deiliskipulags iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár. Lýsingin tilgreinir rétt lóðamörk út frá deiliskipulagi, en auk þess hefur lóðarhafi beðið um stækkun lóðar til vesturs um 2 bil (metralóðir), þ.e. 10 metra, og verður lóðin þá 1.758 fermetrar að stærð eftir þessar breytingar.

    Endanleg lóðaúthlutun miðast við útgáfu þessarar merkjalýsingar, sem einnig er grunnur lóðarleigusamnings sem gerður verður þegar merkjalýsandi hefur lokið yfirferð.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu merkjalýsingar og nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 2.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða nýtt lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Hjallatún 2.
  • Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 3, landnr. L190037, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.

    Lóðinni var úthlutað á síðasta ári, en formleg stofnun hennar fer nú fram, út úr landi Grafarlands, L190037. Stærð lóðarinnar er 2.903 ferm. og lega hennar og afmörkun líkt og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti og minnkar stærð upprunalandsins sem því nemur í 41.404 ferm.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu merkjalýsingar og nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 3.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Hjallatún 3.
  • 7.3 2501025 Framkvæmdir 2025
    Hinrik Konráðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi er gestur fundarins undir þessum lið.
    Bæjarráð - 646 Hinrik fór yfir tilboð sem hann fékk í rennibraut ofan í vaðlaug og útfærslu með handriðum.

    Bæjarráð samþykkir þessi kaup.

    Samþykkt samhljóða.

    Rætt um framkvæmdir við tengigang milli grunnskóla og íþróttahúss. Fyrirhuguð er viðgerð á vegg tengigangs, þeirri hlið sem snýr út í sundlaugargarð.
  • Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali.

    Bæjarráð - 646 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

    SG vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Fellaskjóls og Listvinafélagsins.
    GS vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Golfklúbbsins Vestarr.
  • Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2026, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2027-2029. Lögð fram launaáætlun 2026, ásamt samanburði við árið 2025 niður á deildir. Jafnframt lagt fram yfirlit sem sýnir áætlun 2026 í samanburði við áætlun 2025 niður á málaflokka. Að auki var lagt fram yfirlit yfir kostnað við skólamat 2011-2025.
    Bæjarráð - 646 Farið yfir framangreind gögn og drög að fjárhagsáætlun 2026-2029. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Hinrik og Pálmi sátu fundinn undir umræðu um fjárfestingar hvað varðar þeirra stofnanir.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagðar fram viðbótarspurningar frá málsaðila.

    Halldór Jónsson hrl. var gestur fundarins undir þessum lið.
    Bæjarráð - 646 Farið yfir spurningar í framlögðu erindi, m.t.t. afstöðu bæjarstjórnar til þeirra.

    Lagt til að fulltrúar bæjarins hitti málsaðila á fundi fljótlega.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram erindi Vegagerðarinnar um að til standi að fella niður veghald á Hellnafellsvegi þar sem veginum hafi verið lokað með hliði eða merkingu um að hann sé einkavegur.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð samþykkir að leita umsagnar eiganda hússins áður en tekin er afstaða til erindis Vegagerðarinnar.
  • Lagt fram erindi með beiðni um útgáfustyrk/kaup á bókum.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð um opnun tilboða í snjómokstur.

    Þann 25. september sl. var með tölvupósti sett af stað verðkönnun vegna snjómoksturs í þéttbýli Grundarfjarðar fyrir árin 2025-2028, með möguleika á framlengingu um ár í viðbót. Þremur aðilum var boðið að gera tilboð. Tilboð voru opnuð 2. október sl.
    Bæjarráð - 646 Bókun fundar Hér vék JÓK af fundi.

    SGG tók við stjórn fundarins.

    GS óskaði eftir að tilboðsblöðin sjálf, sem skilað var inn í verðkönnunina, verði gerð aðgengileg undir málinu, til viðbótar við fundargerð opnunarfundar tilboða og útsend verðkönnunargögn. Bæjarstjóri mun leggja þau gögn undir málið til viðbótar við önnur fyrirliggjandi gögn.

    JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum og tók við stjórn fundarins.


  • Lögð fram til kynningar fundargerð 198. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 13. október sl.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur Fellaskjóls fyrir árið 2024 ásamt upplýsingum um nýja stjórn heimilisins.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar ársreikningur Svæðisgarðsins Snæfellsness fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 646
  • Lagð fram til kynningar ársuppgjör Björgunarsveitarinnar Klakks fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar minnisblað, dags. 14. október sl., um stöðu verkefna skv. tillögum í skýrslu um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur HMS, dags. 14. október sl., varðandi fundaröð um stöðu og framtíðarhorfur íbúðauppbyggingar og mannvirkjamála.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. september sl., um innheimtu kostnaðar vegna virðismatsvegferðar Sambandsins og ríkisins með KÍ.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Umhyggju - félags langveikra barna, dags. 20. október sl., um málþing sem haldið verður 3. nóvember nk. um álagið sem hvílir á foreldrum langveikra og fatlaðra barna.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 16. október sl., um framlag ríkisins vegna barna með fjölþættan vanda ásamt upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna langvarandi vistunar utan heimilis 2025.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar kynningarbréf Nýheima þekkingarseturs um málþing sem haldið var 23. og 24. september sl. um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni.
    Bæjarráð - 646

8.Bæjarráð - 647

Málsnúmer 2511002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 647. fundar bæjarráðs.

  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu. Bæjarráð - 647
  • 8.2 2502020 Greitt útsvar 2025
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2025. Bæjarráð - 647 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,3% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Lögð fram ýmis gögn vegna fjárhagsáætlunar 2026; uppfærð launaáætlun 2026 ásamt samanburði við áætlun 2025 með stöðugildum á hverja launadeild, áætluð stöðugildi grunnskólastofnana og leikskóla, skjal sem sýnir skiptingu kostnaðar foreldra og bæjarins í skólum, uppfært skjal með kostnaði við skólamat og drög að fjárfestingaáætlun 2026.
    Bæjarráð - 647 Farið yfir gögnin.

    Umræða fór fram um skólamötuneyti og kostnað við rekstur tveggja mötuneyta fyrir litlar einingar, leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar. Fram kom að kostnaður hefur aukist verulega. Bæjarstjóri leggur til frekari skoðun málsins.

    Bæjarráð stefnir á að fara í heimsóknir í stofnanir bæjarins.

    GS yfirgaf fundinn kl. 14:48.
  • Lagt fram til kynningar ársuppgjör Hjónaklúbbs Eyrarsveitar fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 647

9.Hafnarstjórn - 22

Málsnúmer 2511004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 22. fundar hafnarstjórnar.

  • Fyrir fundinum liggja drög að vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar, greinargerð og uppdráttur, dags. 30. október 2025.
    Hafnarstjórn - 22 Farið var yfir drög að deiliskipulagi á vinnslustigi til rýni.
    Góðar umræður voru á fundinum.

    Hafnarstjórn var almennt sátt við drögin en bað um eftirfarandi breytingar:

    - Að sleppa landfyllingu austan við Suðurgarð. Sú stækkun kallaði á meiri skoðun og mögulega samþættingu við enn frekari stækkun til framtíðar. Verði landfyllingin stækkuð geti lóðin austan við Suðurgarð verið til trafala.
    - Skoða þurfi vel samþættingu við aðliggjandi lóðir við Grundargötu.
    - Sameina skuli 4 lóðir við Miðgarð og nýja hafnarbakkann í tvær.
    - Taka skuli bílastæði við Norðurgarð.

    Auk þess var farið yfir örfá atriði til viðbótar sem Alta mun lagfæra.

    Niðurstaða fundar:

    - Hafnarstjórn samþykkir að senda Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar með framangreindum lagfæringum til skipulags- og umhverfisnefndar og leggur til að nefndin taki það til kynningar á vinnslustigi skv. 40. gr. skipulagslaga, á fund nefndarinnar 10. nóvember. Í framhaldi verði vinnslutillagan lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar til auglýsingar.
    - Haldnir verði tveir samráðsfundir 17. nóvember um vinnslutillöguna. Sá fyrri með fulltrúum úr atvinnulífinu og sá síðari með íbúum.
    - Ráðgjafar taka saman hagaðilagreiningu vegna samráðsfundanna í samstarfi við hafnarstjórn, bæjarstjóra, skipulagsfulltrúa, verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála og forstöðumann menningar- og markaðsmála.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.



10.Hafnarstjórn - 23

Málsnúmer 2511005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 23. fundar hafnarstjórnar.

  • Lögð fram endurbætt gögn vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar, sem samþykkt voru af hafnarstjórn á 22. fundi hennar 3. nóvember sl., þ.e. greinargerð og uppdráttur með smávægilegum endurbótum sem gerðar voru eftir fund hafnarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar 10. nóv. sl.


    Hafnarstjórn - 23 Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.



  • Á 13. fundi hafnarstjórnar 5. september 2024 samþykkti hafnarstjórn tillögu til bæjarstjórnar um að óskað yrði eftir þátttöku Vegagerðarinnar í gerð nýs vegar á fyrirhugaðri landfyllingu sunnan Miðgarðs Grundarfjarðarhafnar, í tengslum við skipulagsvinnu á suðursvæði hafnarinnar. Tillagan var staðfest af bæjarstjórn á 289. fundi hennar 12. september 2024.

    Fyrir þennan fund er lagt fyrir þetta fyrra erindi, með endurbótum, þ.e. breyttum upplýsingum um stærð hins stækkaða hafnarsvæðis og fleira.
    Hafnarstjórn - 23 Hafnarstjórn samþykkir samhljóða uppfært bréf, erindi til bæjarstjórnar, með breyttum stærðum og fleira, sem lagfært hefur verið til samræmis við deiliskipulagsvinnuna sem farið hefur fram um þetta svæði.

  • Lögð fram drög að erindi til Skipulagsstofnunar, bréf með tilkynningu um matsskyldu vegna stækkunar hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, ásamt greinargerð um málið, í samræmi við deiliskipulagstillögu sem nú er fram komin (vinnslutillaga).

    Hafnarstjórn - 23 Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu; tilkynningu til Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna stækkunar hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar.

    Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að senda tilkynninguna til Skipulagsstofnunar, að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hafnarstjórnar um tilkynningu til Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna stækkunar hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

    Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að senda tilkynninguna til Skipulagsstofnunar.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 272

Málsnúmer 2510002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 272. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.



  • Skipulagslýsing fyrir nýtt Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 14. til 31. október sl.

    Um er að ræða 24,9 hektara svæði sem nær yfir Norðurgarð, Miðgarð og Suðurgarð hafnarinnar, auk aðliggjandi landsvæðis, en einnig er gert ráð fyrir stækkun hafnarsvæðisins og nýrri vegtengingu við þjóðveg 54.

    Lögð er fram samantekt á umsögnum sem bárust á auglýsingatíma, en alls bárust níu umsagnir, allar frá opinberum umsagnaraðilum. Vakin er athygli á því að umsögn Skipulagsstofnunar hefur ekki borist og hefur stofnunin sent tilkynningu um tafir á afgreiðslu til 17. nóvember nk.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Herborg Árnadóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta eru gestir fundarins í fjarfundi undir dagskrárliðum 1, 2 og 3 vegna hafnarinnar. Auk þess sitja fundinn undir sömu dagskrárliðum bæjarfulltrúarnir Sigurður Gísli Guðjónsson, í fjarfundi, og Garðar Svansson, sem jafnframt er fulltrúi í hafnarstjórn.

    Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Ekki er þörf á að svara umsögnum sem berast við skipulagslýsinguna. Umsagnir voru hins vegar nýttar við frekari mótun fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi á vinnslustigi, sbr. næsta dagskrárlið.

    Umsögn Skipulagsstofnunar hefur ekki borist en það kemur þó ekki í veg fyrir afgreiðslu málsins að mati skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem hægt verður bregðast við ábendingum Skipulagsstofnunar við gerð endanlegrar skipulagstillögu til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga.
  • Lögð er fram tillaga að Deiliskipulagi Grundarfjarðarhafnar á vinnslustigi, dags. 7. nóvember 2025, til meðferðar hjá skipulags- og umhverfisnefnd, ásamt greinargerð með tilkynningu til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu stækkunar hafnarsvæðisins, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sem er fylgigagn með deiliskipulaginu.

    Tillagan hefur verið afgreidd af hafnarstjórn, sem hefur jafnframt tekið þátt í gerð tillögunnar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að vinnslutillagan verði auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga.

    Mánudaginn 17. nóvember nk. eru fyrirhugaðir þrír kynningar- og samráðsfundir um Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar á vinnslustigi; opinn fundur með íbúum og öðrum áhugasömum, opinn fundur með fulltrúum fyrirtækja og atvinnulífs og auk þess sérstakur fundur með eigendum húsa sem liggja að fyrirhugaðri landfyllingu og nýrri vegtengingu innan deiliskipulagssvæðisins sunnanverðs.

    Rætt var um heiti á nýrri götu, sem einnig er væntanlegur þjóðvegur sem vegtenging við hafnarsvæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hafnarstjórn verði falið að finna heiti á nýju götuna, enda liggur hún um hafnarsvæðið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

    Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna, með þeim fyrirvara að lóðarmörk við Borgarbraut 1 verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag milli lóðarhafa og bæjarins og uppdráttur verði uppfærður m.t.t. þeirra breytinga.

    Samþykkt samhljóða.

    Mánudag 17. nóvember nk. eru fyrirhugaðir samráðsfundir um tillöguna.


  • Lögð var fram greinargerð í samræmi við dagskrárlið 3 "Stækkun hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar sunnan Miðgarðs", sem er fylgigagn með tilkynningu til Skipulagsstofnunar um ákvörðun um matsskyldu stækkunarinnar, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að framangreind greinargerð verði send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir að tilkynna Skipulagsstofnun um fyrirhugaða stækkun hafnarsvæðis, í samræmi við sambærilega ákvörðun framar í dagskránni, undir 23. fundargerð hafnarstjórnar, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

  • Skipulagslýsing fyrir nýtt Deiliskipulag miðbæjarreits var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 30. september til 28. október sl.

    Um er að ræða reit sem nær yfir fjórar samliggjandi lóðir miðsvæðis í Grundarfirði, þ.e. Grundargötu 31 og 33 og Hamrahlíð 6 og 8. Skipulag reitsins er liður í að framfylgja stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 um að miðbærinn skuli vera samkomustaður þar sem fólk hittist í daglegum erindum og til að njóta samveru, auk þess að vera helsti viðkomu- og móttökustaður ferðafólks í bænum.

    Lögð er fram samantekt á umsögnum sem bárust á auglýsingatíma, en alls bárust átta umsagnir opinberra umsagnaraðila.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir í fjarfundi undir þessum lið.

    Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Ekki er þörf á viðbrögðum við umsögnum um skipulagslýsingu en nefndin leggur áherslu á að ábendingar í umsögnum verði hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi skipulagsvinnu.
  • Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar er nú lögð fram tillaga að skipulagslýsingu sem er sameiginleg fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Háubökkum og fyrir tilheyrandi breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Málinu er nánar lýst undir dagskrárlið nr. 6, en liðirnir eru ræddir samtímis á fundinum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir fundarins undir þessum lið og þeim næsta. Auk þess sitja bæjarfulltrúarnir Sigurður Gísli Guðjónsson og Garðar Svansson fundinn undir sömu dagskrárliðum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag vegna Háubakka til auglýsingar, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Í samræmi við bókun undir dagskrárlið nr. 6, leggur nefndin til að í skipulagsvinnunni verði sérstaklega horft til aðgengis og skoðaðar mismunandi útfærslur m.t.t. gangandi og akandi vegfarenda og tenginga við Grundargötu. Sérstaklega sé mikilvægt að tryggja öruggt aðgengi gangandi um skipulagssvæðið.
    Bókun fundar GS og BÁ tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags fyrir Háubakka, vegna viðbótarlóða við meðanverða Grundargötu, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga.

    Samþykkt samhljóða.

  • Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar er nú lögð fram sameiginleg tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 og fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Háubökkum. Breyting á aðalskipulagi snýst um stækkun á reitnum ÍB-4, íbúðarsvæði, sem nær yfir Sæból og botnlanga vestast á Grundargötu, þar sem nokkrum íbúðarlóðum er bætt við vestast á reitnum, neðan Grundargötu.

    Skipulagssvæðið afmarkast af strandlínunni til norðurs, lóð Grundargötu 98 til austurs og Grundargötu til suðurs. Afmörkun á mögulegri stækkun til vesturs verður skilgreind nánar á grunni ákvarðana um mótun deiliskipulagsins, eftir því hversu mörgum lóðum verður komið fyrir, að teknu tilliti til lækjar sem rennur í gegnum svæðið, mögulegrar notkunar afþreyingarsvæðis að vestanverðu o.fl. Svæðið er u.þ.b. einn hektari að stærð. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi mun taka mið af landþörf deiliskipulagsins.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu (vegna aðalskipulagsbreytingar) til auglýsingar, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga, en leggur til að í skipulagsvinnunni verði sérstaklega horft til aðgengis og skoðaðar mismunandi útfærslur m.t.t. gangandi og akandi vegfarenda og tenginga við Grundargötu. Sérstaklega væri mikilvægt að tryggja öruggt aðgengi gangandi um skipulagssvæðið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags fyrir Háubakka, vegna viðbótarlóða við meðanverða Grundargötu, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagslýsing fyrir nýjan rammahluta aðalskipulags fyrir blágrænar ofanvatnslausnir í Grundarfirði var samþykkt á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. sept. sl. og á 301. fundi bæjarstjórnar 11. september sl., í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var auglýst 2. til 30. október 2025 sl.

    Verkefnið er liður í að framfylgja stefnu aðalskipulagsins um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í öllu þéttbýlinu og um leið stefnumótun fyrir þróun almenningsrýma í bænum.

    Samtals bárust níu umsagnir, allar frá opinberum umsagnaraðilum, og er lögð fram samantekt þessara umsagna.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Halldóra Hrólfsdóttir og Herborg Árnadóttir, skipulagsráðgjafar hjá Alta, eru gestir fundarins í fjarfundi undir þessum lið.

    Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um framkomnar umsagnir. Ekki er þörf á viðbrögðum við umsögnum um lýsinguna, en skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að ábendingar verði hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi skipulagsvinnu.
  • Lögð fram til kynningar gögn frá Öryrkjabandalagi Íslands, til handargagns fyrir aðgengisfulltrúa sveitarfélaga.

    Nanna Vilborg Harðardóttir er aðgengisfulltrúi Grundarfjarðarbæjar og sagði hún frá því að hún væri að heimsækja stofnanir bæjarins til yfirferðar um aðgengismál, ásamt forstöðumönnum viðeigandi stofnunar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272
  • Lagt fram til kynningar bréf frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands dags. 10. september 2025, til allra sveitarfélaga á Íslandi, skipulagsyfirvalda og sveitarstjórna, um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

    Efni bréfsins er um það, ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að séu sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ. Almennt eru ekki greiddar bætur fyrir hús eða annað mannvirki, sem skemmist, ef það er reist á stað sem almennt var vitað fyrirfram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Almenn umræða varð um efni bréfsins og skilgreind svæði í aðalskipulagi m.t.t. náttúruvár.
  • Umræða um eftirfylgni umhverfisrölts frá því í sumar og helstu áskoranir varðandi umhverfi og ásýnd svæða í Grundarfirði.

    Vísað var í eldri erindi Hesteigendafélags Grundarfjarðar, umhverfisrölt nefndarinnar um hesthúsahverfi og samskipti því tengd við fulltrúa félagsins, sem og eftirfylgni við deiliskipulagsskilmála svæðisins.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 272 Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir fundi með stjórn Hesteigendafélags Grundarfjarðar til umræðu um framangreind mál.


12.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 2205024Vakta málsnúmer

Ágústa Einarsdóttir hefur aftur tekið sæti í bæjarstjórn, frá og með þessum nóvemberfundi, að afloknu leyfi frá störfum í bæjarstjórn vegna fæðingarorlofs.



Við það verður Davíð Magnússon aftur varamaður og hefur þar af leiðandi ekki kjörgengi áfram í bæjarráð, þar sem þar mega einungis aðalfulltrúar taka sæti.



Fyrir bæjarstjórn er því lögð tillaga um kjör að nýju í bæjarráð, þar sem Ágústa taki aftur sæti.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipun Ágústu í bæjarráð.

13.SSV - Stofnun Farsældarráðs Vesturlands - drög að samstarfsyfirlýsingu

Málsnúmer 2509004Vakta málsnúmer

Tilnefning farsældarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar í Farsældarráð Vesturlands, aðalmanns og varafulltrúa.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Ágústu Einarsdóttur sem fulltrúa í Farsældarráð Vesturland og Garðar Svansson til vara.

Samþykkt samhljóða.

14.Fasteignagjöld 2026

Málsnúmer 2509011Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög, með tillögu bæjarráðs á álagningarprósentum fasteignagjalda 2026.

Farið yfir tillögu bæjarráðs til bæjarstjórnar um álagningu fasteignagjalda 2026.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

15.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2509012Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2025 hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2026.

Bæjarstjóri sagði frá því að hugmyndir væru um lítilsháttar breytingar á gjaldskrá samkomuhúss, sem forstöðumaður menningar- og markaðsmála og umsjónarmaður samkomuhúss vilja skoða. Tillaga um slíkt kæmi þá frá þeim inná fund bæjarráðs milli umræðna.

Samþykkt samhljóða.

16.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2026

Málsnúmer 2509019Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2026, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.



Bæjarráð hafði óskað eftir frekari gögnum frá einum umsækjanda, áður en endanleg tillaga yrði gerð um styrk til þess aðila. Þau gögn hafa nú borist og verða tekin fyrir í bæjarráði á milli fyrri og síðari umræðu um fjárhagsáætlun, með möguleika á breytingu tillögu.



GS, SG og ÁE véku af fundi undir þessum lið.

Yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2026 sem og framlög úr uppbyggingarsjóði árið 2026, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2026 samþykktar samhljóða, með framangreindum fyrirvara um eina umsókn.

GS, SG og ÁE tóku aftur sæti sín á fundinum.

17.Fjárhagsáætlun 2026 - fyrri umræða

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2026 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2027-2029, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Einnig lögð fram fjárfestingaáætlun fyrir 2026 til fyrri umræðu.

Allir tóku til máls.

Farið yfir yfirlitin.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun áranna 2027-2029 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

18.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2511007Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu bæjarstjórnar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026, ásamt greinargerð með fjárhagsáætlun og Gjaldskrá HeV 2026.



Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu Heilbrigðisnefndar Vesturlands um fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026 til umræðu í bæjarráði á milli fyrri og síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

19.FSS - Drög að endurskoðuðum reglum um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2511012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög FSS að endurskoðuðum reglum um fjárhagsaðstoð, til afgreiðslu sveitarstjórna á svæðinu.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurskoðuðum reglum um fjárhagsaðstoð.

Samþykkt samhljóða.

20.FSS - Drög að endurskoðuðum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 2511011Vakta málsnúmer

Lögð fram drög FSS að endurskoðuðum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, til afgreiðslu sveitarstjórna á svæðinu.



Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurskoðuðum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Samþykkt samhljóða.

21.Nesvegur 3 - merkjalýsing og lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2510001Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála um nýja merkjalýsingu og lóðarblað fyrir Nesveg 3, unnin að beiðni lóðarhafa.



Merkjalýsingin felur í sér breytta lóðarstærð og kemur því til afgreiðslu bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um merkjalýsingu fyrir Nesveg 3.

Samþykkt samhljóða.

22.UMFG - Leigusamningur Grundargata 30

Málsnúmer 2511010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar leigusamningur UMFG og Grundarfjarðarbæjar um afnot af rými í húsnæði bæjarins, þ.e. kjallara að Grundargötu 30, en samningurinn var undirritaður af aðilum föstudag 7. nóvember sl.



23.Innviðaráðuneytið - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011

Málsnúmer 2509020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn sem bæjarstjóri vann um drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem lögð var inní Samráðsgátt stjórnvalda 13. október sl.



Ennfremur leggur bæjarstjóri fram til kynningar aðra umsögn sem hún tók þátt í að vinna um sama frumvarp.

24.Jeratún - Fundargerð 71

Málsnúmer 2511009Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 71. fundar stjórnar Jeratúns ehf. sem haldinn var 28. október 2025.

25.Náttúruverndarstofnun - Opnunarhátíð á Hellissandi

Málsnúmer 2511005Vakta málsnúmer

Boð um að vera á opnun nýrrar sýningar í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi, 22. nóvember nk.

26.SSV - Gott að eldast - fundur með verkefnastjórn

Málsnúmer 2509016Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar "Gott að eldast", frá 2. sept. 2025.

27.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2505002Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 91. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 19. ágúst 2025.

28.Hafnasamband Íslands - Fundur með efnahags- og viðskiptanefnd og minnisblað um tollfrelsi

Málsnúmer 2511006Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað 3. nóvember 2025 sem LEX lögmannsstofa vann fyrir Hafnasamband Íslands, um álitamál sem snúa að tollfrelsi erlendra skemmtiferðaskipa sem sigla um Ísland.



29.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þ.e. 986. fundar, 10. október, 987. fundar, 21. október og 988. fundar 31. október 2025.



30.Forsætisráðuneytið - Atvinnustefna Íslands til 2035

Málsnúmer 2510010Vakta málsnúmer

Lagt fram skjal frá forsætisráðuneytinu, afrakstur funda um mótun atvinnustefnu Íslands til 2035.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:55.