Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2025.
Bæjarráð - 644Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11% miðað við sama tímabil í fyrra.
Framhaldsumræða. Lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
Bæjarráð - 644Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar.
Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
Bæjarráð - 644Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2026 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld og tengd gjöld þarfnast endurskoðunar.
Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Borgarbraut 8, landnr. L136670, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.
Lóðin er skráð 411,5 ferm. í Landeignaskrá fasteigna, en skv. þinglýstum lóðarleigusamningi er hún 725 ferm. Leiðrétt stærð nú verður 614,7 ferm., eins og nánar er lýst í merkjalýsingu.
Bæjarráð - 644Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Borgarbraut 8. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða nýtt lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Borgarbraut 8.