644. fundur 16. október 2025 kl. 15:00 - 16:52 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2025

Málsnúmer 2501016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2025

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2025.

Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Fasteignagjöld 2026

Málsnúmer 2509011Vakta málsnúmer

Framhaldsumræða. Lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2509012Vakta málsnúmer

Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2026 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2026 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld og tengd gjöld þarfnast endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða.

5.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2026

Málsnúmer 2509019Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir sem borist hafa um styrki árið 2026, ásamt yfirliti.

Umsóknir yfirfarnar og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

6.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tekjuáætlun ársins 2026.

Farið yfir drög að tekjuáætlun og vinna við fjárhagsáætlun rædd.

Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

7.Borgarbraut 8 , stærð lóðar

Málsnúmer 1708011Vakta málsnúmer

Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Borgarbraut 8, landnr. L136670, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.

Lóðin er skráð 411,5 ferm. í Landeignaskrá fasteigna, en skv. þinglýstum lóðarleigusamningi er hún 725 ferm. Leiðrétt stærð nú verður 614,7 ferm., eins og nánar er lýst í merkjalýsingu.

Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Borgarbraut 8.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:52.