Málsnúmer 2510006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 303. fundur - 13.11.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 646. fundar bæjarráðs.

  • Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 2, landnr. L201174, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.

    Lóðinni var úthlutað á síðasta ári, en gerð lóðablaðs kemur í kjölfar gildistöku nýs deiliskipulags iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár. Lýsingin tilgreinir rétt lóðamörk út frá deiliskipulagi, en auk þess hefur lóðarhafi beðið um stækkun lóðar til vesturs um 2 bil (metralóðir), þ.e. 10 metra, og verður lóðin þá 1.758 fermetrar að stærð eftir þessar breytingar.

    Endanleg lóðaúthlutun miðast við útgáfu þessarar merkjalýsingar, sem einnig er grunnur lóðarleigusamnings sem gerður verður þegar merkjalýsandi hefur lokið yfirferð.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu merkjalýsingar og nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 2.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða nýtt lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Hjallatún 2.
  • Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 3, landnr. L190037, sem á eftir að undirrita af merkjalýsanda.

    Lóðinni var úthlutað á síðasta ári, en formleg stofnun hennar fer nú fram, út úr landi Grafarlands, L190037. Stærð lóðarinnar er 2.903 ferm. og lega hennar og afmörkun líkt og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti og minnkar stærð upprunalandsins sem því nemur í 41.404 ferm.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu merkjalýsingar og nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 3.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Hjallatún 3.
  • .3 2501025 Framkvæmdir 2025
    Hinrik Konráðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi er gestur fundarins undir þessum lið.
    Bæjarráð - 646 Hinrik fór yfir tilboð sem hann fékk í rennibraut ofan í vaðlaug og útfærslu með handriðum.

    Bæjarráð samþykkir þessi kaup.

    Samþykkt samhljóða.

    Rætt um framkvæmdir við tengigang milli grunnskóla og íþróttahúss. Fyrirhuguð er viðgerð á vegg tengigangs, þeirri hlið sem snýr út í sundlaugargarð.
  • Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali.

    Bæjarráð - 646 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

    SG vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Fellaskjóls og Listvinafélagsins.
    GS vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Golfklúbbsins Vestarr.
  • Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2026, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2027-2029. Lögð fram launaáætlun 2026, ásamt samanburði við árið 2025 niður á deildir. Jafnframt lagt fram yfirlit sem sýnir áætlun 2026 í samanburði við áætlun 2025 niður á málaflokka. Að auki var lagt fram yfirlit yfir kostnað við skólamat 2011-2025.
    Bæjarráð - 646 Farið yfir framangreind gögn og drög að fjárhagsáætlun 2026-2029. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Hinrik og Pálmi sátu fundinn undir umræðu um fjárfestingar hvað varðar þeirra stofnanir.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagðar fram viðbótarspurningar frá málsaðila.

    Halldór Jónsson hrl. var gestur fundarins undir þessum lið.
    Bæjarráð - 646 Farið yfir spurningar í framlögðu erindi, m.t.t. afstöðu bæjarstjórnar til þeirra.

    Lagt til að fulltrúar bæjarins hitti málsaðila á fundi fljótlega.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram erindi Vegagerðarinnar um að til standi að fella niður veghald á Hellnafellsvegi þar sem veginum hafi verið lokað með hliði eða merkingu um að hann sé einkavegur.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð samþykkir að leita umsagnar eiganda hússins áður en tekin er afstaða til erindis Vegagerðarinnar.
  • Lagt fram erindi með beiðni um útgáfustyrk/kaup á bókum.
    Bæjarráð - 646 Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð um opnun tilboða í snjómokstur.

    Þann 25. september sl. var með tölvupósti sett af stað verðkönnun vegna snjómoksturs í þéttbýli Grundarfjarðar fyrir árin 2025-2028, með möguleika á framlengingu um ár í viðbót. Þremur aðilum var boðið að gera tilboð. Tilboð voru opnuð 2. október sl.
    Bæjarráð - 646 Bókun fundar Hér vék JÓK af fundi.

    SGG tók við stjórn fundarins.

    GS óskaði eftir að tilboðsblöðin sjálf, sem skilað var inn í verðkönnunina, verði gerð aðgengileg undir málinu, til viðbótar við fundargerð opnunarfundar tilboða og útsend verðkönnunargögn. Bæjarstjóri mun leggja þau gögn undir málið til viðbótar við önnur fyrirliggjandi gögn.

    JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum og tók við stjórn fundarins.


  • Lögð fram til kynningar fundargerð 198. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 13. október sl.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur Fellaskjóls fyrir árið 2024 ásamt upplýsingum um nýja stjórn heimilisins.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar ársreikningur Svæðisgarðsins Snæfellsness fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 646
  • Lagð fram til kynningar ársuppgjör Björgunarsveitarinnar Klakks fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar minnisblað, dags. 14. október sl., um stöðu verkefna skv. tillögum í skýrslu um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur HMS, dags. 14. október sl., varðandi fundaröð um stöðu og framtíðarhorfur íbúðauppbyggingar og mannvirkjamála.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. september sl., um innheimtu kostnaðar vegna virðismatsvegferðar Sambandsins og ríkisins með KÍ.
    Bæjarráð - 646
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Umhyggju - félags langveikra barna, dags. 20. október sl., um málþing sem haldið verður 3. nóvember nk. um álagið sem hvílir á foreldrum langveikra og fatlaðra barna.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 16. október sl., um framlag ríkisins vegna barna með fjölþættan vanda ásamt upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna langvarandi vistunar utan heimilis 2025.
    Bæjarráð - 646
  • Lagt fram til kynningar kynningarbréf Nýheima þekkingarseturs um málþing sem haldið var 23. og 24. september sl. um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni.
    Bæjarráð - 646