Málsnúmer 2510007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 303. fundur - 13.11.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 645. fundar bæjarráðs.

  • Lögð fram eftirfarandi erindi;

    - Tölvupóstur dags. 23. október 2025 frá Lilju Magnúsdóttur f.h. undirbúningshóps um kvennafrí í Grundarfirði. Í erindinu kemur fram að hópurinn hafi boðað viðburð klukkan 10 á föstudagsmorgninum, í Grundarfirði, og er í erindinu hvatt til þess að Grundarfjarðarbær greiði þeim konum/kvárum laun sem taka vilji þátt í boðaðri dagskrá í Grundarfirði.
    - Erindi formanns Verkalýðsfélags Snæfellinga, dags. 23. október 2025, bréf/hvatning vegna þátttöku í kvennafrídegi 2025 og fyrirspurn í tölvupósti um launagreiðslur þennan dag.
    - Tölvupóstur frá formanni Kjalar, stéttarfélags, dags. 23. október 2025, varðandi launagreiðslur í kvennaverkfalli.

    Einnig lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra til forstöðumanna hjá bænum, þar sem fram kom að Grundarfjarðarbær myndi greiða laun kvenna og kvára í tilefni dagsins, frá kl. 13:00 þann dag, og var það í samræmi við afstöðu flestra annarra sveitarfélaga.

    Bæjarráð - 645 Þar sem þessi dagur er ekki kjarasamningsbundinn frídagur (hvorki almennt né fyrir konur/kvár sérstaklega), þá var fjarvera þennan daginn háð samþykki stjórnenda. Grundarfjarðarbær beindi hinsvegar þeim tilmælum til forstöðumanna að styðja við Kvennaverkfall/Kvennafrídag og greiða götu kvenna og kvára til þátttöku í deginum, svo hægt væri að fylgjast með dagskrá á Arnarhóli og samtíma dagskrá í heimabyggð án tekjumissis, frá kl. 13:00 þann dag. Skipuleggja þyrfti starfsemi bæjarins m.t.t. þess.
    Þetta var í samræmi við skipulagða opinbera dagskrá Kvennaverkfallsins 2025 og í takti við það sem flestir aðrir vinnuveitendur gerðu, sem og fyrirliggjandi dagskrár víða um land.

    Sveitarfélagið ber ábyrgð gagnvart öllum sínum hagaðilum, m.a. vegna lögbundinnar almannaþjónustu. Engum var meinuð þátttaka í heilsdags dagskrá í heimabyggð, en óskir um launaða fjarveru allan daginn voru seint fram komnar og gáfu ekki svigrúm til afgreiðslu af hálfu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð fagnar frumkvæði og drifkrafti grundfirskra kvenna, sem skipulögðu dagskrá dagsins. Bæjarráði þykir miður að ósk um launað frí, allan daginn, hafi borist seint þannig að ekki gafst svigrúm til afgreiðslu þess. Bæjarráð samþykkir að konur úr hópi bæjarstarfsmanna, sem tóku þátt í kvennaverkfalli 2025 í Grundarfirði, fái greidd laun allan daginn.

    Samþykkt samhljóða.