Málsnúmer 2511002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 303. fundur - 13.11.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 647. fundar bæjarráðs.

  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu. Bæjarráð - 647
  • Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2025. Bæjarráð - 647 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,3% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Lögð fram ýmis gögn vegna fjárhagsáætlunar 2026; uppfærð launaáætlun 2026 ásamt samanburði við áætlun 2025 með stöðugildum á hverja launadeild, áætluð stöðugildi grunnskólastofnana og leikskóla, skjal sem sýnir skiptingu kostnaðar foreldra og bæjarins í skólum, uppfært skjal með kostnaði við skólamat og drög að fjárfestingaáætlun 2026.
    Bæjarráð - 647 Farið yfir gögnin.

    Umræða fór fram um skólamötuneyti og kostnað við rekstur tveggja mötuneyta fyrir litlar einingar, leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar. Fram kom að kostnaður hefur aukist verulega. Bæjarstjóri leggur til frekari skoðun málsins.

    Bæjarráð stefnir á að fara í heimsóknir í stofnanir bæjarins.

    GS yfirgaf fundinn kl. 14:48.
  • Lagt fram til kynningar ársuppgjör Hjónaklúbbs Eyrarsveitar fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 647