647. fundur 06. nóvember 2025 kl. 13:30 - 16:28 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2025

Málsnúmer 2501016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2025

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2025.
Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,3% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Lögð fram ýmis gögn vegna fjárhagsáætlunar 2026; uppfærð launaáætlun 2026 ásamt samanburði við áætlun 2025 með stöðugildum á hverja launadeild, áætluð stöðugildi grunnskólastofnana og leikskóla, skjal sem sýnir skiptingu kostnaðar foreldra og bæjarins í skólum, uppfært skjal með kostnaði við skólamat og drög að fjárfestingaáætlun 2026.

Farið yfir gögnin.

Umræða fór fram um skólamötuneyti og kostnað við rekstur tveggja mötuneyta fyrir litlar einingar, leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar. Fram kom að kostnaður hefur aukist verulega. Bæjarstjóri leggur til frekari skoðun málsins.

Bæjarráð stefnir á að fara í heimsóknir í stofnanir bæjarins.

GS yfirgaf fundinn kl. 14:48.

4.Hjónaklúbbur Eyrarsveitar - Ársuppgjör 2024

Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Hjónaklúbbs Eyrarsveitar fyrir árið 2024.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:28.