Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 22. fundar hafnarstjórnar.
-
Hafnarstjórn - 22
Farið var yfir drög að deiliskipulagi á vinnslustigi til rýni.
Góðar umræður voru á fundinum.
Hafnarstjórn var almennt sátt við drögin en bað um eftirfarandi breytingar:
- Að sleppa landfyllingu austan við Suðurgarð. Sú stækkun kallaði á meiri skoðun og mögulega samþættingu við enn frekari stækkun til framtíðar. Verði landfyllingin stækkuð geti lóðin austan við Suðurgarð verið til trafala.
- Skoða þurfi vel samþættingu við aðliggjandi lóðir við Grundargötu.
- Sameina skuli 4 lóðir við Miðgarð og nýja hafnarbakkann í tvær.
- Taka skuli bílastæði við Norðurgarð.
Auk þess var farið yfir örfá atriði til viðbótar sem Alta mun lagfæra.
Niðurstaða fundar:
- Hafnarstjórn samþykkir að senda Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar með framangreindum lagfæringum til skipulags- og umhverfisnefndar og leggur til að nefndin taki það til kynningar á vinnslustigi skv. 40. gr. skipulagslaga, á fund nefndarinnar 10. nóvember. Í framhaldi verði vinnslutillagan lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar til auglýsingar.
- Haldnir verði tveir samráðsfundir 17. nóvember um vinnslutillöguna. Sá fyrri með fulltrúum úr atvinnulífinu og sá síðari með íbúum.
- Ráðgjafar taka saman hagaðilagreiningu vegna samráðsfundanna í samstarfi við hafnarstjórn, bæjarstjóra, skipulagsfulltrúa, verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála og forstöðumann menningar- og markaðsmála.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.